Vinnu við endurbætur í varðveislurými er lokið

Menningarmiðstöð Þingeyinga hlaut öndvegisstyrk úr safnsjóði árið 2023 til verkefnis er snýr að breytingu og bætingu á safneign Myndlistarsafns Þingeyinga Styrkurinn var til þriggja ára og er því lokaárið upprunnið. Vinnu við endurbætt varðveislurými er nú lokið og verið að flytja síðustu verkin þangað inn, en þau eru samtals um nítján hundruð talsins. Þeim hefur nú verið pakkað eftir kúnstarinnar reglum í sýrufrí efni og raðað í réttar hirslur eins og við á. Kölluð voru úr útláni hátt á annað hundrað verk og nú tekur fljótlega við að klára merkingu allrar safneignarinnar. Síðast en ekki síst er nú búið að færa skráningu stærsta hluta verkanna yfir í miðlægt kerfi Sarps og er því safneignin nú sjáanleg öllum þeim sem hana vilja skoða 😊 sjá: https://sarpur.is