Hefur þú áhuga á söfnum og sögum? Langar þig að starfa við móttöku gesta og við miðlun á menningararfinum?
MENNINGARMIÐSTÖÐ ÞINGEYINGA
óskar eftir sumarstarfsfólki á starfsstöðvar sínar í Safnahúsinu á Húsavík, á Grenjaðarstað í Aðaldal og að Snartarstöðum í Öxarfirði.
Starfskraftur í móttöku og varðveislurými
Starfið er fjölbreytt og inniheldur safnvörslu og móttöku gesta/hópa með leiðsögnum eftir þörfum. Einnig koma til dagleg þrif og viðhaldsvinna, sláttur og umhirða á útisvæði og einhver vinna við safnmuni í varðveislurými, auk tilfallandi verkefna.
Vinnutími er breytilegur og unnið er á vöktum á tímabilinu frá 1. júní til 15. ágúst og því skal búast við vinnu aðra hverja helgi (samkomulagsatriði milli samstarfsfólks). Auk þess getur komið til móttaka hópa utan hefðbundins opnunartíma og einnig utan tímabilsins (þ.e. maí og september).
Æskilegt er að umsækjendur hafi áhuga, þekkingu og/eða reynslu af menningartengdri ferðaþjónustu, móttöku ferðamanna og/eða leiðsögnum. Þeir þurfa að hafa gott vald á ensku og kunnátta í fleiri tungumálum er æskileg en þó ekki skilyrði. Komandi starfskraftur þarf að hafa bílpróf og bíl til afnota, vera viljugur til verka, hafa jákvætt viðmót og vera áhugasamur um menningararf og safnastarf.
_____________________________________________________________
Sumarafleysing í móttöku og varðveislurými
Um er að ræða 8 vikur frá 15. júní til 15. ágúst (eða eftir samkomulagi) og er vinnutími frá 11-17. Starfið felst annars vegar í móttöku gesta og safnvörslu, að sinna einstaka leiðsögn um sýningar safnsins, léttum þrifum innan dyra sem utan, utanumhaldi kynningarmála á samfélagsmiðlum og fleiri tilfallandi verkefnum tengdum móttökunni. Aðrar vikur fer vinna fram í varðveislurými þar sem unnið er að varðveislumálum.
Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu af safnastarfi, menningartengdri ferðaþjónustu og/eða af móttöku hópa. Þeir þurfa að hafa gott vald á ensku, vera viljugir til verka, hafa jákvætt viðmót og vera áhugasamir um menningararf og safnastarf.
_____________________________________________________________
Sumarafleysing í gestamóttöku og varðveislu
Vinnutími er frá 10-17 þriðjudaga til sunnudaga á tímabilinu 15. júní til 15. ágúst og starfið felst annars vegar í móttöku gesta og safnvörslu, léttum þrifum innan dyra sem utan, utanumhaldi kynningarmála á samfélagsmiðlum og fleiri tilfallandi verkefnum tengdum móttökunni, en hins vegar snýr það að vinnu við varðveislumál.
Snartarstaðir eru heill heimur út af fyrir sig en þar er að finna fjölda einstakra muna og handverks úr héraði. Vinna við sýningargerð hefur staðið yfir á safninu sl. ár og á komandi sumri opnar því endurhönnuð glæsileg sýning.
Gisting hugsanlega í boði á staðnum.
Lágmarksaldur 20 ára.