Reykjahreppur

Reykjahreppur var hreppur í Suður-Þingeyjarsýslu, kenndur við bæinn Reyki í Reykjahverfi. Hreppurinn varð til úr syðri hluta Tjörneshrepps, þegar honum var skipt í tvennt 1. janúar 1933. 9. júní 2002 sameinaðist Reykjahreppur Húsavíkurkaupstað undir nafninu Húsavíkurbær.

Gjörðabækur
Gjörðabók jarðræktarfélagsins Ófeigur 1907-1926 (Tilvísun: HérÞing. HRP-205/4 Reykjahreppur. Gjörðabók Reykjahrepps 1907-1926.)