Sigríður Ingvarsdóttir

Úrval mynda Sigríðar Ingvarsdóttur

Ljósmyndasafn Sigríðar Oddnýjar Ingvarsdóttur er varðveitt í Ljósmyndasafni Þingeyinga. Ljósmyndasafn hennar samanstendur af 6.436 glerplötum.

Sigríður Ingvarsdóttir fæddist 12. júní 1889 í Hafnarfirði. Foreldrar hennar voru Ingvar Vigfússon blikksmiður (f. 1858) frá Litla Nýjabæ við Krýsuvík og Sigríður Árnadóttir (f. 1858) frá Þórkötlustöðum við Grindavík. Systkini Sigríðar voru Arnfríður, Vigfús og Anna. Árið 1896 flytur fjölskyldan frá Hafnarfirði til Ísafjarðar.

Sigríður Ingvarsdóttir hóf að öllum líkindum nám í ljósmyndun árið 1906 á ljósmyndastofu Björns Pálssonar hjá Önnu Andersen 1906. Sigríður veitti síðan ljósmyndastofu Björns Pálssonar forstöðu 1910-1915. Árið 1914 sækjir hún um starf á ljósmyndastofu Húsavíkur. Hún veitir síðan ljósmyndastofunni forstöðu sumarið 1915 og frá vori 1916 til 1942. Stofan var í eigu Þórarins Stefánssonar bóksala 1907-1942. Stofan var fyrst til húsa í Kirkjubæ, sem Eiríkur Þorbergsson reisti úr gömlu kirkjunni á Husavík, en frá 1916 í Þórarinshúsi.

Maki Sigríðar var Þórarinn Stefánsson bóksali.

Úrval mynda Sigríðar Ingvarsdóttur