Skjalavefur

Velkomin á skjalavef Héraðsskjalasafns Þingeyinga.

Miðlunarverkefni Héraðsskjalasafns Þingeyinga hófst 2017 þegar Þjóðskjalasafn Íslands auglýsti styrki til umsóknar á miðlun safnkosti opinberra skjalasafna. Hér gefst notendum skjalasafnsins kostur á að skoða, rannsaka og hlaða niður ákveðnar heimildir óháð opnunartíma skjalasafnsins. Heimilt er að nota skjölin, prenta út eða hlaða þeim niður og ber þá að geta uppruna þeirra með því að nota tilvísunina sem birtist fyrir neðan nafn bókar eða blaðs.

Skjölunum er skipt niður í flokka og er hægt að velja þá hér á valstikunni til hægri.

Samkvæmt lögum nr 77/2014 skulu opinber skjalasöfn vinna að því að gera mikilvæg skjöl aðgengileg almenningi, s.s. á vef sínum eða með öðrum hætti. Með þessum miðlunarvef er unnið að því markmiði.

Verkefnið er styrkt af Þjóðskjalasafni Íslands.