Snorri Jónsson

Dagbók Snorra Jónssonar frá Þverá í Laxárdal (f. 28. mar. 1854 – d. 6. júl. 1928)

Snorri hóf að rita dagbók sína 1. janúar 1884. Bóndi á Þverá 1898-1928. Hreppstjóri 1903-28. Tónvís og ástundaði flautuleik á þeim tímum sem fiðlan og flautan eru að breiðast út í dölum Suður-Þingeyjarsýslu á árunum eftir 1860. Athygli vekur að Snorri hættir að rita í dagbók sína 2. maí 1893, rétt rúmlega 2 vikum eftir andlát föður síns. Gera má ráð fyrir að Jón hafði haldið Snorra við efnið varðandi dagbókarskrifin. Þó svo að rithönd Snorra hafi verið betri enn föður síns þá eru efnistökin keimlík og frásagnarmátin líkur. Það hefur greinilega ekki alltaf verið lognmolla í sveitinni því hann skrifað t.d. þann 15. febrúar 1893 „mönnum er farið að ógna hvað allur óþverri á sér stað í sýslunni nú, morð, meingetnaður, barnsmorð, sjálfsmorð og syphylis“.

Eins og áður segir voru menn á þessum tíma ekki mikið að skrifa um tilfinningar sínar og ritar Snorri t.d. svona frá andláti föður síns í dagbókina „S.d. 16 sálaðist pabbi og fékk þá að endingu rólegt andlát.“ .

 

 

 

Dagbók Snorri Jónssonar frá Þverá í Laxárdal 1884-1893

HérÞing. E-147/1 Dagbók Snorra Jónssonar 1884-1893.