Þriðjudaginn 23. janúar sl. var ársfundur höfuðsafnanna þriggja haldinn í Safnahúsinu við Hverfisgötu í Reykjavík og í framhaldi hans úthlutaði Menningar- og viðskiptaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, styrkjum úr aðalúthlutun safnasjóðs. MMÞ hlaut 6,3 milljónir í styrki fyrir árið 2024 og eru þeir ætlaðir til m.a. endurbóta á Sjóminjasafni Þingeyinga, textavinnu við nýja sýningu á Snartarstöðum og til forvörslu myndverka í Myndlistarsafni Þingeyinga. Þar að auki hefur MMÞ móttekið tvo styrki úr aukaúthlutun safnasjóðs 2024 sem fara m.a. í vinnslu myndbirtingar á vel völdum ljósmyndasöfnum úr geymslu Ljósmyndasafns Þingeyinga á heimasíðu stofnunarinnar.
Starfsfólk MMÞ er afar þakklát fyrir styrkveitingarnar sem auka og styðja við faglegt starf stofnunarinnar á ólíkum starfsstöðvunum.