Refilsaumur - örnámskeið

 

REFILSAUMUR - örnámskeið í Safnahúsinu á Húsavík, laugardaginn 9. mars kl. 11-14.30

Kennari: Kristín Vala Breiðfjörð, formaður Heimilisiðnaðarfélags Íslands

Verð: 19.900,-

Innifalið er útsaumspakki – þ.e. áprentaður hör með mynstri og er val á milli Kross, Þistill eða Flétta. Þátttakendur eru vinsamlegast beðnir að taka fram við skráningu hvaða mynd þeir kjósa sér að sauma, en þar að auki fylgir með garn, nál og saumhringur.
Þátttakendur eru beðnir um að hafa með sér lítil skæri og fingurbjörg fyrir þá sem það vilja.
Á síðu Heimilisiðnaðarfélags Ísland er hægt að skoða munstrin sem þáttakendur geta valið.
Flétta: https://shorturl.at/yEIL9
Þistill: https://shorturl.at/hnvJW
Kross: https://shorturl.at/pswN6

Hámarksfjöldi á námskeiði er 15 manns og tekið er við skráningum á safnahus@husmus.is eða í síma 4641860

Verið velkomin!