Námskeið í listsaum eftir blómamunstrum Sigurðar málara

Námskeið í listsaum eftir blómamunstrum Sigurðar málara

Laugardaginn 26. október kl. 11-14

Í tilefni 150 ára ártíðar Sigurðar „Málara“ Guðmundsssonar bjóðum við upp námskeið í listsaumi í samstarfi við Heimilisiðnaðarfélag Íslands. Sigurður hannaði blómamunstur fyrir skautbúning og kyrtilbúning og geta nemendur valið á milli tveggja munstra, annars vegar Sóleyjarmunsturs og hins vegar þess Býsanska. Kennd verða mismunandi útsaumsspor, svo sem flatsaumur, fræhnútar, löng og stutt spor og leggsaumur. Útsauminn má svo setja upp í púða eða ramma inn.

Kennari: Kristín Vala Breiðfjörð, formaður Heimilisiðnaðarfélags Íslands

Verð: 19.900 krónur – innfalið er útsaumsefni, garn, nál og mynstur.

Kaffi og konfekt í boði hússins!

Takmarkað pláss - hámarksfjöldi þátttakenda 10 manns.
Skráið ykkur sem fyrst á netfangið safnahus@husmus.is