MMÞ tekur þátt í Erasmus+ verkefninu DIGIMUSE ENTER

Menningarmiðstöð Þingeyinga (MMÞ) er þátttakandi í Erasmus+ verkefni sem ber heitið "DIGIMUSE ENTER: stafræn verkfæri fyrir aðgengi að menningararfi án aðgreiningar“. Verkefnið, sem markar stórt skref fram á við í stafrænni umbreytingu lítilla safna um alla Evrópu, var opinberlega hleypt af stokkunum í nóvember sl. og hófst með tveggja daga fundi sem haldinn var í Genti d'Abruzzo safninu í Pescara á Ítalíu. Þar komu samstarfsaðilar verkefnisins saman, auk fulltrúa frá DIGIMUSE samstarfinu sem spannar fjölbreyttan hóp menningar- og menntastofnana víðs vegar um Evrópu, til að samræma markmið og kortleggja framtíðarskref í samvinnu, allt til þess gert að efla hlutverk lítilla safna í fræðslu án aðgreiningar með notkun nýstárlegra stafrænna verkfæra. Fundurinn gaf þátttakendum dýrmætt tækifæri til að dýpka skilning sinn á umfangi verkefnisins og miðla upplýsingum.

Eftirfarandi stofnanir taka þátt í samstarfinu:

  • Fondazione Genti d’Abruzzo (Ítalía), aðalsamstarfsaðili DIGIMUSE ENTER, sem stuðlar að svæðisbundinni menningu og varðveislu arfleifðar.
  • Epic – European Platform for International Cohesion (Ítalía), samtök sem stuðla að menningarlegri samheldni þvert á landamæri.
  • MMÞ (Ísland) sem hefur umsjón með sjö safneignum og fjórum starfsstöðvum sem stuðla að miðlun íslenskrar arfleifðar og menningar.
  • IHF asbl (Belgía), miðstöð menntunar og þjálfunar í Brussel með áherslu á fjármögnunartækifæri ESB og stafræna umbreytingu án aðgreiningar
  • Internet Web Solutions (Spánn), upplýsingatækni- og verkfræðistofa með aðsetur í Malaga, sem sérhæfir sig í stafrænum lausnum fyrir menningarverkefni.
  • Samfélagsráð Steni (Kýpur), umsjón með safni sem varðveitir sögu sveitalífs á Kýpur frá 19. öld til miðrar 20. aldar.
  • Stichting Schoenenkwartier (Holland), safn tileinkað arfleifð skó- og leðurvöruiðnaðarins.
  • Museum of Cetinska Krajina (Króatía), stofnun með safn sem varðveitir fjölbreytta menningararfleifð Cetinska svæðisins.

Á næstu 30 mánuðum mun DIGIMUSE ENTER styrkja söfn sem taka þátt í verkefninu og er áhersla lögð á smærri stofnanir með staðbundið starf. Megin markmiðið er að þjálfa stofnanirnar til að nýta stafrænan búnað til að auka aðgengi að staðbundinni sögu og menningararfi og stuðla þannig að miðlun menningararfs til allra - án aðgreiningar. Miðpunktur verkefnisins er þróun sérsniðinna þjálfunarleiða og úrræða handa starfsfólki, þ.e. að útbúa þá kunnáttu og hæfni sem nauðsynleg er til að innleiða tækni án aðgreiningar á áhrifaríkan hátt.