Mannamót

MMÞ var þátttakandi á ferðakaupstefnunni MANNAMÓT sem fór fram í gær í Kórnum - Kópavogi. Er um að ræða árlegan viðburð sem haldinn er af markaðsstofum landshlutanna og er ætlaður landsbyggðarfyrirtækjum í ferðaþjónustu til að kynna sína þjónustu fyrir ferðaþjónustuaðilum með staðsetningu á höfuðborgarsvæðinu.