Mærudagar í Safnahúsinu á Húsavík!

Verið velkomin í Safnahúsið á Húsavík á Mærudögum.

Enginn aðgangseyrir er í safnið laugardaginn 27. júlí.

Opið alla daga 11-17.

 

Vikar Mar er fæddur árið 1999 og er sjálflærður myndlistarmaður. Hann er einnig sauðfjárbóndi við Hjalteyri. Vikar vinnur mest með akríl á striga en notar einnig úðabrúsa og húsamálningu, auk þess að hafa unnið vídeó- og þrívíð verk. Hann starfrækir vinnustofu í gömlu rannsóknarstofunum í Verksmiðjunni á Hjalteyri við Eyjafjörð þar sem hann þróar listrænt tungumál sitt með einkennandi formum og endurtekningum.

Vikar Mar was born in 1999 and is a self-taught artist. He is also a sheep farmer at Hjalteyri. Vikar primarily works with acrylic on canvas but also uses spray- and house paint. In addition, he has worked on video and three-dimensional pieces. Vikar has a studio in the old research labs of The Old Factory in Hjalteyri, in Eyjafjörður, where he develops his artistic language with distinctive forms and repetitions.