Laugardaginn 1. apríl var opnuð ljósmyndasýning Atla Vigfússonar “Kýrnar kláruðu kálið” hér í Safnahúsinu. Atla tekst svo listilega vel að mynda einlægt samtal manna og dýra þar sem kærleikurinn er leiðarljósið. Sýningin, sem er jafnframt óður til sveitarinnar, er tilkomin vegna þeirra merku tímamóta að í ár hefur Atli verið samferða Mogganum i 25 ár, myndað og ritað áhugaverðar greinar um mannlíf og búpening.
Látið ekki þessa fallegu sýningu framhjá ykkur fara og verður opnunartími eftirfarandi í dymbilviku:
Lau 1. apríl: 11-16
Pálmasunnudagur 2. apríl: Lokað
Mán 3. apríl: Lokað
Þri 4. – mið 5. apríl: 13-16
Skírdagur (fim) 6. apríl: 13-16
Föstudagurinn langi (fös) 7. apríl: 13-16
Lau 8. apríl: 11-16
Páskadagur: Lokað
Annar í páskum: Lokað