Krossaumur Karólínu - Til sölu í Safnahúsinu á Húsavík

Krossaumur Karólínu eru einstaklega falleg og skemmtileg útsaumsverkefni með munstrum frá Karólínu Guðmundsdóttur (1897-1981) vefara sem rak um áratuga skeið vefstofu í Reykjavík. Karólína vann að vefnaði í rúm 50 ár, fyrst sem einyrki og svo sem atvinnurekandi, kenndi einnig hannyrðir og var formaður Heimilisiðnaðarfélags Íslands um árabil.

Textílhönnuðurinn Lára Magnea Jónsdóttir hefur valið munstrin og endurhannað í takt við tímann.

VERÐ 8.300,-


Það er Heimilisiðnaðarfélagið sem framleiðir pakkningar en verkefnið er samstarf HFÍ, Saumakassans (Láru Magneu) og Borgarsögusafns.