INNKÖLLUN VERKA

Fjöldi verka i eigu Myndlistarsafns Þingeyinga, sem hafa verið í útláni hjá sveitarfélögum og stofnunum í Þingeyjarsýslum, hafa nú verið innkölluð þar sem fram fer mikil vinna við safneignina. Myndlistarforvörður vinnur að mati á safneigninni og áætlanagerð varðandi breytingu á forvörslurými, en til þess þarf að meta öll verkin.

Á meðfylgjandi myndum má sjá verk sem komu frá skrifstofu Þingeyjarsveitar í morgun. Við biðjum sveitarfélög og stofnanir sem eftir eiga að skila verkum að bregðast við sem fyrst eða í allra síðasta lagi þann 20. september næstkomandi. Við erum til taks ef aðstoðar er þörf!