Í minningu Onnu

Í minningu Oddnýjar Elínar Magnúsdóttur.

Verkið Öræfi (MÞ-1401), eftir hina einstöku listakonu Oddnýju E, Magnúsdóttur (f. 17.04.1949 – d. 30.01.2025), hefur nú verið hengt á sinn stað í uppgangi Safnahússins á Húsavík, en verkið er í eigu Menningarmiðstöðvar Þingeyinga. Verkið, sem er myndvefnaður og ofið með jurtalituðu ullarbandi, hefur verið í hvíld sl. árið samhliða breytingum á varðveislurýmum safneignar. En nú gefst gestum Safnahússins tækifæri til að líta aftur dýrmætt verkið augum.

Blessuð sé minning Onnu.