VERIÐ VELKOMIN Á OPNUN SÝNINGAR
HÓLMFRÍÐAR BJARTMARSDÓTTUR OG
ODDNÝJAR E. MAGNÚSDÓTTUR
Í MYNDLISTARSAL SAFNAHÚSSINS Á HÚSAVÍK
- LAUGARDAGINN 6. APRÍL KL. 14 -
Oddný er fædd í Fagradal í Vopnafirði árið 1949. Hún lærði vefnað í Myndlista- og handíðaskóla Íslands og starfaði lengi við kennslu en iðkar nú list- og handíðir á eigin vinnustofu á Húsavík.
Verk Oddnýjar eru ofin, saumuð eða þæfð og eru unnin úr ull eða ullargarni sem í mörgum tilfellum er bæði heimalitað og heimaspunnið. Myndefni flestra verkanna tengjast íslenskri náttúru.
____________________________________
Oddný was born in Fagridalur in Vopnafjörður, east Iceland. After completing her studies in weaving at the Iceland University of the Arts, she spent many years teaching before focusing on her creative endeavours in her studio in Húsavík.
Oddný uses both spun and unspun wool in her woven, sewn, and felted creations. Frequently, the wool is spun and dyed by hand, and the majority of her artwork draws inspiration from the natural environment of her motherland—Iceland.
Hólmfríður er fædd á Sandi í Aðaldal árið 1947 þar sem hún er jafnframt búsett. Hún er menntuð myndlistarkennari frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands og lærði þar einnig myndvefnað. Hólmfríður hefur alltaf ofið meðfram öðrum störfum og kallar sig vefara eftir að hún hætti kennslu.
Verk Hólmfríðar eru öll ofin eða saumuð í flóka og eru unnin í ull, lopa og ullarband. Helstu myndefni eru landið góða, vættir og goð.
____________________________________
Hólmfríður resides at Sandur, Aðaldalur, where she was born in 1947. She studied weaving at the Iceland University of the Arts, where she earned her teaching certification. Hólmfríður has always been a weaver in addition to her work obligations, but she has given weaving her whole attention since she retired from teaching.
Hólmfríður´s artworks are all woven or stiched into felt using spun and unspun wool. The good land, other-wordly gods, and spirits found in Nordic mythology are her primary topics of discussion.