Heimsókn nemenda FSH

Á ári hverju heimsækja nemendur úr Framhaldsskólanum á Húsavík Safnhúsið þar sem þau koma og kynna sér starfsemi Menningarmiðstöðvar Þingeyinga. Er þetta hluti af enskukennslu þeirra og munu þau á næstu vikum vinna verkefni á ensku um safnið.

Þökkum við þeim kærlega fyrir heimsóknina og hlökkum til að hlusta á afraksturinn.