NETSÝNING - Úrval ljósmynda Eiríks Þorbergssonar

ÚRVAL LJÓSMYNDA EIRÍKS ÞORBERGSSONAR

NETSÝNING https://tinyurl.com/3pujbn9y

Eiríkur Þorbergsson var fæddur í Syðri-Tungu í Tjörneshreppi árið 1867.

Hann var í Noregi um tíma og lærði þar m.a. ljósmyndun.

Á árunum 1896-1906 rak hann ljósmyndastofu í litlum myndaskúr á Húsavík sem brann þó á endanum og þar á meðal elsti hluti plötusafns hans. Árið 1907 byggði hann nýjan myndaskúr en Þórarinn Stefánsson bóksali, eiginmaður Sigríðar O. Ingvarsdóttur ljósmyndara, tók við rekstrinum. Starfaði Eiríkur á ljósmyndastofunni hjá nýjum eigendum til ársins 1910 er hann flutti til vesturheims. Hann lést í Winnipeg í Kanada þann 11. júní 1949.

Eiríkur ferðaðist um landið og myndir úr ferðalögunum eru á meðal þeirra 1750 platna sem varðveittar eru hjá Ljósmyndasafni Þingeyinga í Safnahúsinu á Húsavík.

Netsýning þessi er styrkt af Safnasjóði.

Verið hjartanlega velkomin!