EINAR ÁSKELL 50 ÁRA! Í BÓKASAFNINU Á HÚSAVÍK
Farandsýning á vegum sænska sendiráðsins á Íslandi um hinn eina sanna Einar Áskel opnar í Bókasafni Norðurþings, Safnahúsinu á Húsavík, laugardaginn 22. júlí kl. 10 og verður til sýnis samhliða sýningunni Solander 250: Bréf frá Íslandi sem opnar í myndlistarsal á 3. hæð kl. 14 sama dag.
Til sýnis verða vinsælar „sögutöskur“ sem innihalda bækur, leikföng og þrautir. Úrval bókanna um litla gaurinn með ríka ímyndunaraflið verða einnig til sýnis og fjalla oftar en ekki um hversdagsleg vandamál hans og pípureykjandi föður hans sem er einstæður og heimavinnandi. Bækurnar voru með þeim fyrstu til að brjóta upp og ögra hugmyndum um hefðbundin kynhlutverk.
Sýningin mun standa til 6. ágúst
VERIÐ VELKOMIN!