15. ágúst á Grenjaðarstað

Grenjaðarstaður
15. ágúst
Þjóðsögur á þriðjudagskvöldi

Notaleg og fræðandi KVÖLDVAKA verður haldin á Hlöðuloftinu í síðustu starfsviku sumarsins. Með upplestri á þjóðsögum úr héraði verður til sannkölluð baðstofustemning þar sem hægt er að grípa í prjóna og gæða sér á kaffi og kruðeríi. Gengið verður til kirkju og gamli bærinn heimsóttur þar sem fram fer upplestur tilheyrandi sagna.

Hlöðuhópurinn verður með handverkssölu.
Kvöldvakan hefst klukkan 20:00
húsið opnað kl. 19:30

Í vökulok dönsum við Vikivaka

Lesarar: Elín Kjartansdóttir, Silja Jóhannesar Ástudóttir, Unnsteinn Ingason.

Enginn aðgangseyrir!
Kaffiveitingar til sölu.

Verið velkomin.