09.04.2024
Bátar í safnkosti Sjóminjasafns Þingeyinga, undir rekstri Menningarmiðstöðvar Þingeyinga (MMÞ), eru þrettán talsins. Sjö þeirra eru hýstir innandyra á sýningu Sjóminjasafnsins til áframhaldandi varðveislu og teljast allir heilir, en sex þeirra standa á útisvæði stofnunarinnar við Safnahúsið á Húsavík og eru í dag í svo slæmu ásigkomulagi að þeir teljast ónýtir og eru þar að auki hættulegir bæði umhverfi og gestum safnsins.