Líkön af bátum Sjóminjasafnsins
Árið 2021 var ráðist í það verk að 3D ljósmynda báta á útisvæði við Sjóminjasafnið í Safnahúsinu á Húsavík. Var það fyrsta verk í grisjunaráætlun sem fylgdi í kjölfar úttektar frá 2019 þar sem Helgi Máni Sigurðsson kannaði ellefu fornbáta og tvær eftirgerðir í eigu MMÞ (Fornbátaskrá – skýrsla nr. 18 á vegum Sambands Íslenskra sjóminjasafna), sem sýndi slæmt ástand þeirra allra og þá staðreynd aðeins yrði hægt að bjarga þeim ef þeir kæmust inn í hús, sem ekki hefur orðið raunin. Með þessu móti, nákvæmum líkönunum, varðveitist vitneskjan um handverk og hönnun þeirra til komandi kynslóða.