Forsíða
Fréttir
Mánudagur, 22. nóvember 2010 16:35

Nýlega bárust Ljósmyndasafninu sex ljósmyndir sem voru teknar á Grenjaðarstað um 1940. Myndirnar eru af börnum við leik í kringum Grenjaðarstað. Gefandi eru Soffía Margrét Þorgrímsdóttir, en hún fæddist á Grenjaðarstað, og sonur hennar Hermann Þráinsson. Menningarmiðstöð Þingeyinga vill þakka þeim kærlega fyrir þessa góðu gjöf.

 

 

Nánar...
 
Mánudagur, 15. nóvember 2010 16:13

Á undanförnum árum hefur mikil vinna verið lögð í að skrá þær myndir sem hafa borist safninu í gagnagrunn. Margra ára grunnvinna er þó eftir en vinnu við safn sem þetta lýkur raunar aldrei. Á hluta af þeim myndum sem berast safninu er ekki vitað hver er. Myndir af einstaklingum sem enginn kann deili á hafa fremur lítið gildi. Þess vegna mun Safnahúsið birta reglulega myndir á þessum vef þar sem ekki er vitað t.d. hver er á myndinni, hver tók myndinna, hvaða ár hún var tekin o.s.frv. með þeirri von að safnið fái ábendingar sem leiða til þess að hægt sé að fylla út í þær eyður sem vantar.

Óþekktu myndir er hægt að nálgast hér.

 
Miðvikudagur, 03. nóvember 2010 14:47

Þann 4.nóvember 2010 opnar sýning á myndskreytingum í íslenskum barnabókum í sýningarrýminu á neðstu hæð Safnahússins. 

  

Sýningin "Þetta vilja börnin sjá!" er farandsýning sem ferðast milli fimm sýningarstaða á árinu 2010. Á sýningunni má sjá myndskreytingar úr íslenskum barnabókum sem komu út árið 2009. Myndskreytingarnar kepptu um íslensku myndskreytiverðlaunin sem kennd eru við Dimmalimm.

  

Nánar...
 
Miðvikudagur, 03. nóvember 2010 13:20

Þann 4.nóvember 2010 verður opnuð portrait myndlistarsýning sýningarsalnum í Safnahúsinu.  

Á sýningunni eru 32 málverk og teikningar úr myndlistarsafni Safnahússins. Myndirnar eru allar af Þingeyingum eða eftir Þingeyinga. Við hverja mynd eru upplýsingar um þann sem er á myndinni ásamt upplýsingum um listamannin sem málaði myndina.

 

    

 

 

 

Nánar...
 
«FyrstaFyrri51525354555657585960NæstaSíðasta»

Síða 60 af 61
 
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing