Forsíða
News
Baðstofustundir
Wednesday, 18 October 2017 13:10

Baðstofustundir

Menningarmiðstöð Þingeyinga hefur frá því í sumar staðið að viðburðadagskrá sem fékk nafnið Baðstofustundir. Það var nokkurs konar afsprengi Baðstofukvölda sem haldinn voru á síðasta ári. Baðstofustundirnar eru tónlistarviðburðir með þjóðlegum blæ þar sem notalegheit og samvera ræður ríkjum.  Í upphafi var ákveðið að halda hvern viðburð tvisvar sinnum, einu sinni í hvorri hinna gömlu sýslna norður og suður. Þórarinn Hjartarson reið á vaðið á Grenjaðarstað með dagskrá sinni Lög tímanna – óskalög frá Íslands þúsund árum. Fanney Snjólaugar Kristjánsdóttir og Helga Kvam voru því næst með dagskrá á Grenjaðarstað og á Snartarstöðum Þjóðlög með Fanneyju og Helgu. Þá var komið að nokkru stílbroti því kvæðamennirnir Gústaf og Örlygur kváðu rímur á Snartarstöðum og í Sauðaneshúsi. En eins og glöggir átta sig á eru þeir staðir báðir í Norðursýslunni hinni fornu. Enda stendur til að þeir félagar heimsæki suðurhlutann snemmvetrar. Vandræðaskáld – vega fólk stigu næst á stokk, fyrst á Raufarhöfn og var sá viðburður samstarf afmælishátíðar Hnitbjarga og Menningarmiðstöðvarinnar og síðan í Safnahúsinu á Húsavík. Á næstu viku verða haldnir 3 viðburðir og fer þá að líða að lokum þessarar skemmtilegu dagskrár. Fyrsta vetrardag flytur Þórarinn Hjartarson sína þjóðlegu dagskrá í Sauðaneshúsi kl. 21.

 

Heilsutríóið

 

Lokahnykkurinn í bili verða síðan tónleikar Heilsutríósins Þjóðlög þá og nú, hinir fyrri verða í Skjálftasetrinu á Kópaskeri þriðjudagskvöldið 24. október kl. 20:30 og seinni í Safnahúsinu á Húsavík miðvikudagskvöldið 25. október kl. 20:30. Miðaverði hefur verið stillt í hóf  en einungis kostar 1000 kr inn á þá viðburði sem framundan eru. Við vonum að sem flestir fái notið þessara góðu stunda.

 
Frá Íslandi til Tasmaníu
Wednesday, 04 October 2017 08:49

Frá Íslandi til Tasmaníu

Ljósmyndasýningin Frá Íslandi til Tasmaníu eftir Guðmund Bjartmarsson verður opnuð 6.október næstkomandi kl 16 á jarðhæð Safnahússins og verður opin til og með 20. október á opnunartíma hússins.

 

Frá Íslandi til Tasmaníu

 

Guðmundur fæddist 6.október 1948 á Sandi í Aðaldal. Hann fluttist til Reykjavíkur 1960 og bjó lengst af í 101 Rvk. Guðmundur var kvikmyndagerðarmaður að aðalstarfi en tók alltaf ljósmyndir líka. Hann hélt nokkrar sýningar í Reykjavík. Guðmundur lést 10 mars síðastliðinn.

Fyrir fáum árum flutti Guðmundur til Tasmaníu og dvaldi þar þrjú ár. Í Tasmaníu tók hann fjölda ljósmynda og hugðist sýna, en entist ekki aldur til og fól okkur systrunum að ljúka verkinu. Myndirnar á sýningunni sýna tvo ólíka heima, Ísland og Tasmaníu. Á sýningunni verða einnig sýnishorn af ritum, sem Guðmundur vann upp úr handritum föður síns og afa.

Allir velkomnir á opnun. Léttar veitingar.

 
Skrifstofa MMÞ lokuð
Tuesday, 26 September 2017 15:38

Skrifstofa MMÞ lokuð

Skrifstofa MMÞ verður lokuð frá og með kl. 12:00 miðvikudaginn 27. september vegna farskóla FÍSOS.

Henni verður opnað aftur mánudaginn 2. október kl. 08:00.

 
«StartPrev11121314151617181920NextEnd»

Page 11 of 82
 
Banner
Banner
Banner
Banner
Banner