Forsíða Héraðsskjalasafn
Fréttir
Ráðstefna Félags héraðsskjalavarða
Mánudagur, 14. nóvember 2011 15:53

Héraðsskjalaverðir og starfsmenn héraðsskjalasafna heimsóttu Höfða í hádegishléi og fengu að skoða húsið undir tryggri leiðsögn Önnu K. Kristinsdóttur móttökufulltrúa hjá Reykjavíkurborg. Hér má sjá hópinn samankominn á tröppunum.Ráðstefna Félags héraðskjalavarða á Íslandi var haldin dagana 10. - 11. nóvember 2011.  Félagið hefur staðið fyrir námskeiðum um skjalavörslu grunnskóla á árinu með skólastjórnendum og starfsmönnum grunnskóla um land allt. Ráðstefnan fjallaði um skjalavörslu grunnskóla og voru ýmsir þættir skjalavörslunnar skoðaðir enn frekar með tilliti til samstarfs héraðsskjalasafna og grunnskóla. Mikil vinna er framundan við frágang og skráningu eldri skjala skólanna auk þess sem verið er að útbúa bréfalykla og skjalavistunaráætlanir fyrir skóla. Sú vinna er ýmist unnin af skólunum sjálfum en í flestum tilfellum eru héraðsskjalasöfnin skólunum til aðstoðar.


Aðalfundur Félags héraðsskjalavarða á Íslandi var einnig haldinn og þar var m.a. ný stjórn kosin. Nýju stjórnina skipa:  

Hrafn Sveinbjarnarson, Héraðsskjalasafni Kópavogs. Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir, Héraðsskjalasafni Akranes. Sigurður Hannesson, Héraðsskjalasafni Austur-Skaftafellssýslu. Snorri Guðjón Sigurðsson, Héraðsskjalasafni Þingeyinga. Svanhildur Bogadóttir, Borgarskjalasafni Reykjavíkur. Þorsteinn Tryggvi Másson, Héraðsskjalasafni Árnesinga.

Sjá nánar á vef félags héraðsskjalavarða á Íslandi http://www.heradsskjalasafn.is/

 
Sr. Sighvatur Karlsson
Miðvikudagur, 12. október 2011 09:31
Séra Sighvatur Karlsson kom færandi hendi í Hérðasskjalasafn Þingeyinga þann 3. október og afhenti með viðhöfn allar líkræður sem hann hefur flutt í Húsavíkurkirkju og víðar frá því hann tók við embætti sóknarprests 5. október 1986. Tilefnið var aldarfjórðungs starfsafmæli klerks um þessar mundir. Samtals eru þetta 376 ræður til loka ársins 2010 og síðan mun Sighvatur að sögn afhenda líkræður sínar í lok hvers árs héðan í frá. Snorri Guðjón Sigurðsson, héraðsskjalavörður, sagði að þarna væru varðveittar miklar heimildir um gengna Þingeyinga og fleira fólk raunar. Þetta efni væri nú tiltækt á safninu og aðgengilegt ættingjum viðkomandi eða öðrum þeim sem væru að afla gagna um söguna og viðkomandi persónur. Sighvatur sagði að þarna væru að sjálfsögðu engar viðkvæmar persónulegar upplýsingar að finna, ræðurnar hefðu allar verið fluttar opinberlega og þá yfirfarnar af ættingjum hinna látnu.
 
Hálfdan Jakobsson frá Mýrarkoti
Þriðjudagur, 09. ágúst 2011 08:48

Vorið 2011 barst Héraðsskjalasafninu bréfasafn Hálfdans Jakobssonar frá Mýrarkoti. Vinna við flokkun og skráningu safnsins er nú lokið og í þessu pdf-skjali má sjá yfirlit yfir bréfasafnið.

Hálfdan Jakobsson um 1910-1915

Hálfdan fæddist þan 26. maí 1873. Hann var sonur Jakobs kaupfélagsstjóra Hálfdanarsonar og konu hans Petrínu Kristínu Pétursdóttur.

Áður en hann hóf búskap á Tjörnesi fór hann víða um heim og stundaði allskyns störf, búskap í Manitóba, fiskveiðar í Seattle, gullgröft um fimm ára skeið í Klondyke.

Hálfdan fór vestur árið 1893 og settist að við Manitóbavatn. Gullhugur var mikill hjá ungum mönnum vegna gullfundanna í Klondyke og þegar Hálfdán hitti æskufélaga sinn Sveinbjörn Guðjónsson nýkominn að heiman varð það úr að þeir fóru báðir norður í Klondyke. Þeir voru fimm ár og tókuþar land og fundu nokkurt gull en auðugir menn urðu þeir ekki nema hvað þeir urðu reynslunni rikari, því hvergi sagðist Hálfdán hafa kynnzt jafn taumlausri ágirnd og óvægi við aðra þar sem allir ætluðu að verða ríkir á augabragði og hvað sem það kostaði. Heim til Íslands kom Hálfdán aftur haustið 1903 eftir 10 ára ævintýraríkt "heims-flakk" eins og hann kallaði það sjálfur.

Eftir heimkomuna stóð hann fyrir brennisteinsnámi á Þeistareykjum fyrir Englending, Black að nafni, sem þá hafði námurnar á leigu. Hann ferðaðist líka mikið með útlendingum um landið þessi ár og lenti oft í erfiðum ferðum sem bæði þurfti karlmennsku og áræði til að komast í gegn um.

Árið 1905 keypti hann jörðina Héðinshöfða við Húsavík, og bjó þar í fimm ár, þá seldi hann jörðina en keypti Mýrarkot á Tjörnesi nokkru seinna og bjío þar til dauðadags.

Hálfdan Jakobsson lést þann 22.september 1955, áttatíu og tveggja ára að aldri.

 
Þingeyskir Vesturfarar á árunum 1860 til 1920
Þriðjudagur, 19. júlí 2011 10:56

Þann 1.júní  færði Eysteinn Tryggvason Héraðsskjalasafninu höfðinglega gjöf. Eysteinn hefur síðustu ár unnið við að safna saman upplýsingum um þingeyinga sem fluttust til Vesturheims. Þessar upplýsingar hefur hann tekið saman í verkinu "Þingeyskir Vesturfarar á árunum 1860 til 1920".

 

 

 

Nánar...
 
Skjalafundur
Miðvikudagur, 11. maí 2011 16:32

Í dag fór fram í Safnahúsinu fundur Héraðsskjalasafns Þingeyinga með Þjóðskjalasafni Íslands og sveitarstjórnarmönnum á starfssvæði Héraðsskjalasafnsins.

 

 

 

Á fundinum kynnti Þjóðskjalasafnið nýja handbók um skjalavörslu sveitarfélaga. Hrefna Róbertsdóttir, sviðsstjóri skjalasviðs Þjóðskjalasafnsins, fór yfir hlutverk Þjóðskjalasafns og héraðsskjalasafna og reglur um skjalavörslu. Bjarni Þórðarson, fjármálastjóri Þjóðskjalasafnsins, fór yfir reglur um rafræn opinber gögn, sveitarfélög og héraðsskjalasöfn. 

 

 
«FyrstaFyrri12345NæstaSíðasta»

Síða 4 af 5
 
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
merki_125-125