Forsíða Héraðsskjalasafn
Fréttir
Fjársjóðir úr fórum skjalasafnanna
Fimmtudagur, 07. nóvember 2013 08:28

"Fjársjóðir úr fórum skjalasafnanna"

GaldrakverNorræni skjaladagurinn verður haldinn hátíðlegur á öllum Norðurlöndum laugardaginn 9. nóvember nk. Í ár er þema dagsins "Fjársjóðir úr fórum skjalasafnanna". Markmiðið með deginum er að vekja athygli á hinu margþætta starfi opinberu skjalasafnanna og þeim merkilegu heimildum sem þau varðveita. Flest söfnin taka þátt í deginum með einum eða öðrum hætti og kynna sérstaklega þá fjársjóði sem þar má finna. Þá vilja skjalasöfnin hvetja félög og einstaklinga til þess að koma skjölum til varðveislu í skjalasöfnum þannig að þau verði aðgengileg þeim sem eftir leita.

Sameiginlegur vefur

Líkt og fyrri ár sameinast hin opinberu skjalasöfn landsins um sameiginlegan vef, www.skjaladagur.is, til kynningar á skjaladeginum og áhugaverðu efni tengdu þema hans. Þar er að finna margvíslegt efni við allra smekk og hæfi. Héraðsskjalasafn Þingeyinga er að þessu sinni með fjórar greinar á síðunni.

Á skjaladagsvefnum má einnig fræðast um skjaladaginn sjálfan og skjalasöfnin sem að honum standa. Þar er einnig dagskrá um atburði sem söfnin standa fyrir í tilefni dagsins. Á skjaladaginn, laugardaginn 9. nóvember nk., verður brugðið upp á vefnum laufléttri getraun úr efni vefsins og eru verðlaun í boði fyrir rétta úrlausn.

 
Ráðstefna Félags Hérðasskjalavarða á Íslandi
Þriðjudagur, 01. október 2013 09:23

Ráðstefna Félags Hérðasskjalavarða á Íslandi.

Dagana 23. og 24. september tók Héraðsskjalasafn Kópavogs á móti fulltrúum systurstofnana sinna af öllu landinu á ráðstefnu sem haldin er í stúkunni við Kópavogsvöllinn.

Á ráðstefnunni eru málstofur þar sem tekið er á ýmsum þáttum í daglegu starfi safnanna, svo sem staðlaða skráningu skjalasafna og reglur um aðgengi að þeim, nýlegar útgáfur skjalasafna bæði prentuð rit og á vef, samstarf við sögufélög og sameiginleg átök héraðsskjalasafnanna um söfnun skjala og margt fleira.

Þetta er þriðja ráðstefnan sem félagið heldur, árið 2011 var hún í Reykjavík og í fyrra á Akureyri. Hún er vettvangur fyrir starfsmenn skjalasafnanna að kynnast og efla samstarf sín á milli sem og að árétta mikilvægi starfs þeirra fyrir sveitarfélögin, bæði hið stjórnsýslulega hlutverk safnanna sem snýr að varðveislu skjallegra gjörninga sveitarfélaganna og veitingu aðgengis að þeim og hið menningarlega hlutverk sem snýr að eflingu á þekkingu á sögu umdæma héraðsskjalasafnanna.

Kópavog heimsóttu af þessu tilefni fulltrúar héraðsskjalasafna af öllu landinu, frá Höfn til Ísafjarðar og Reykjavík til Húsavíkur og allt þar á milli.

 
Boðberi K.Þ.
Þriðjudagur, 14. maí 2013 13:27

Heildarútgáfa á Boðbera K.Þ.

Boðberi

Nýlega barst Héraðsskjalasafni Þingeyinga heildarútgáfa á Boðbera K.Þ. Útgáfa blaðsins hófst 1933 og var tilgangur þess að bera boð frá stofnuninni til félagsmannana. Strax í upphafi birtust auglýsingar í blaðinu og á meðfylgjandi mynd má t.d. sjá auglýsingar um hljómplötur og kýr.

 
Krummi
Föstudagur, 30. nóvember 2012 11:05

Krummi

Krummi

Við skráningu á einkaskjalasafni Konráðs Vilhjálmssonar frá Hafralæk þá rákumst við á þetta eintak af blaðinu "Krummi". Til var sérstakt kennararfélag í Þingeyjarsýslu og tók það við útgáfu blaðsins 1912 en blaðið hafði komið út hjá öðrum útgefanda í tvö ár þar á undan. Hvert tölublað var sent út í 4 eintökum sem öll voru með sama broti.Í Krumma sögðu kennarar oft skoðanir sínar á kennslubókum og hvað kennarastéttin ætti að leggja áherslu á. t.d. íslenskukennslu í stað landafræði.

Þetta fyrsta tbl. af Krummi var ýtt úr vör með orðunum "Fljúgðu svo um, Krummi litli, og neyttu vel vængja þinna!. Þrjár greinar eru í blaðinu: Inngangsorð, Íslenzkukennska og Draumur. (E-1428/11)

 
Alþjóðlegi skjaladagurinn
Fimmtudagur, 07. júní 2012 10:22

Héraðsskjalasöfn með opið hús í tilefni af alþjóðlega skjaladeginum.


Laugardaginn 9. júní er Alþjóðlegi skjaladagurinn sem skjalasöfn um allan heim taka þátt í með einum eða öðrum hætti. Á þessum degi er vakin athygli á mikilvægi starfs skjalasafna og mikilvægi þess að skjöl varðveitist með tryggilegum hætti.


Á Íslandi taka héraðsskjalasöfn landsins þátt í Alþjóðlega skjaladeginum. Héraðsskjalasöfnin eru tuttugu talsins um land allt. Meginhlutverk þeirra er að safna, varðveita og afgreiða úr skjölum bæjar- og sveitastjórna, stofnana þeirra og fyrirtækja. Jafnframt taka þau til varðveislu skjöl einstaklinga, félaga og fyrirtækja á safnasvæðinu. Héraðsskjalasöfnin varðveita því söguna heima í héraði og gegna margvíslegu menningarlegu og stjórnsýslulegu hlutverki sem skilgreint er í lögum.

Nánar...
 
«FyrstaFyrri12345NæstaSíðasta»

Síða 3 af 5
 
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
merki_125-125