Miðvikudagur, 26. janúar 2011 12:51 |
Þann 11.febrúar verður opnuð ný myndlistarsýning í sýningarsalnum á efstu hæð Safnahússins. Sýnd verða verk úr myndlistarsafni Safnahússins eftir Rögnu Hermannsdóttur. Verk Rögnu hafa einu sinni áður verið sýnd í Safnahúsinu. Það var árið 1985 þegar hún var ennþá í námi í Hollandi. Þá sýndu hún tréristur.
Sýningin verður opin alla virka daga 10:00-16:00.
|
Nánar...
|
|
Mánudagur, 13. desember 2010 15:49 |
Notaleg stund fyrir börn og foreldra í Safnahúsinu á Húsavík 14. desember 18:30-20:00
Hólmfríður Bjartmarsdóttir les úr nýútkomnu bókinni Vetur í Rjúpuskógi. Atli Vigfússon skrifaði bókina og Hólmfríður myndskreytti hana. Í bókinni fær íslensk náttúra að njóta sín í skemmtilegri sögu og gullfallegum myndum. Einnig mun Hólmfríður rifja upp jólaminningar.
Lesin verður jólasaga og jólaljóð.
Sungin jólalög.
|
Nánar...
|
Miðvikudagur, 08. desember 2010 11:13 |
Enn á ný hefur verið blásið til rithöfundakvölda í Þingeyjarsýslum.
|
Nánar...
|
Föstudagur, 03. desember 2010 13:40 |
Aðventukvöld verður á Grenjaðarstað föstudaginn 3.desember kl.21:00. Krikjukórinn syngur undir stjórn Jaan Alavere. Kristján Halldórsson syngur einsöng. Nemendur Tónlistarskólans leika á hljóðfæri.
Ræðumaður kvöldsins verður Sigrún Kristjánsdóttir forstöðumaður Safnahússins. Kórinn syngur eitt lag inni í Grenjaðarstað.
Á eftir býður kirkjukórinn til kaffiveislu í hlöðunni. |
Þriðjudagur, 23. nóvember 2010 12:17 |
Þetta vilja börnin sjá!
- Upplestrardagskrá í tengslum við sýninguna -
Í tilefni af sýningunni "Þetta vilja börnin sjá!" stendur Safnahúsið fyrir upplestrarstundum fyrir börn, á mánudags- og þriðjudagsmorgnum næstu vikur. Stundirnar hefjast klukkan 10:00, lesið verður í u.þ.b. 20 mín. í hvert sinn. Lesið verður úr nýútkomnum barnabókum í bland við gamlar og góðar.
|
Nánar...
|
|
|
|
Síða 13 af 13 |