Forsíða Forsíða Sýningar framundan
Á döfinni
Föstudagur, 08. júlí 2016 15:22

Sumarklassík í Safnahúsinu á Húsavík.

Sumarklassík í Safnahúsinu á Húsavík er ný tónleikaröð sem tónlistarkonan Lára Sóley Jóhannsdóttir stendur fyrir í samstarfi við Menningarmiðstöð Þingeyinga og verða þrennir tónleikar á dagskrá í júlí og ágúst.

Á fyrstu tónleikunum, sem fram fara miðvikudaginn 13. júlí, koma fram fiðluleikarinn Lára Sóley Jóhannsdóttir og píanistinn Dawn Hardwick. Þær flytja breska og íslenska tónlist. Á efnisskrá tónleikanna eru verk eftir Graham Fitkin, Edward Elgar, Jón Nordal og útsetningar Atla Heimis Sveinssonar á þekktum íslenskum sönglögum. Einnig verður flutt útsetning Láru Sóleyjar á Vornæturljóði Elísubetar Geirmundsdóttur og nýtt verk fyrir fiðlu og píanó eftir Láru. Tónleikarnir hefjast kl. 20.00 og er miðaverð kr. 2000. Uppbyggingasjóður og Norðurþing styrkja tónleikaröðina.

SumarklassíkBreski píanisti Dawn Hardwick er fædd í Wales. Hún hóf tónlistarnám sitt 6 ára gömul og 15 ára fékk hún inngöngu í Chetham School of Music. Þaðan lá leiðin í Royal Welsh College of Music and Drama og síðan í Royal College of Music í London. Dawn hefur margoft leikið einleik með sinfóníuhljómsveitum og unnið til fjölda verðlauna fyrir píanóleik sinn. Dawn kemur reglulega fram með London Philharmonic Orchestra, Ulster Orchestra og Royal Philharmonic Orchestra. Hún leikur einnig með tónlistarhópnum Piano Circus, en þar leika 6 píanistar saman og flytja nánast eingöngu nýja klassíska tónlist.

Lára Sóley Jóhannsdóttir, fiðluleikari ólst upp á Húsavík og hóf þar tónlistarnám 6 ára gömul. Að lokinni útskrift frá Menntaskólanum á Akureyri árið 2001 hélt Lára til framhaldsnáms í Bretlandi og útskrifaðist frá Royal Welsh College of Music and Drama árið 2006. Síðan þá hefur Lára starfað sem fiðluleikari og söngkona á Íslandi, auk þess sem hún hefur fengist við kennslu og verkefnastjórn. Lára gaf út plötuna Draumahöll árið 2015 og árið 2013 gaf nún út plötun Hjalti og Lára í samstarfi við eiginmann sinn. Lára hlaut listamannalaun til þriggja mánaða árið 2015 og var útnefndur Bæjarlistamaður Akureyrar 2015-2016. Lára hefur frá haustinu 2015 verið konsertmeistari hjá Sinfóníuhljómsveit Norðurlands.

 
Þriðjudagur, 17. nóvember 2015 10:23

Lífið - Myndlistarsýning

 
Mánudagur, 26. október 2015 14:41

Ástin, drekinn og Auður djúpúðga

Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur flytur hádegisfyrirlestur í Safnahúsinu

fimmtudaginn 29. október 12:05-12:55.

 

Vilborg Davíðsdóttir

 

,,Þykjast menn varla dæmi til vita að einn kvenmaður hafi komist í brott úr þvílíkum ófriði með jafnmiklu fé og föruneyti." Þannig farast sögumanni Laxdælu orð um ferð Auðar djúpúðgu frá Skotlandi til Íslands í lok níundu aldar. Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur og þjóðfræðingur hefur sent frá sér tvær skáldsögur um ævi landnámskonunnar og vinnur nú að þeirri þriðju og síðustu þar sem hún spinnur þráðinn út frá þessum þekktu orðum, ásamt heimildum um atburði í Skotlandi á sögutímanum.

Vilborg segir gestum frá skrifum sínum um Auði í máli og myndum og einnig nýjustu bók sinni sem kom út í vor og ber titilinn Ástin, drekinn og dauðinn. Þar fjallar hún um vegferð sína og manns síns með sjúkdómnum sem þau vissu að myndi draga hann til dauða og deilir með lesendum því sem sorgin hefur kennt henni: mikilvægi þess að lifa til fulls, í núinu, í sátt og viðtekt og vanda sig við að elska, lifa og deyja.

 

Allir velkomnir enginn aðgangseyrir.

Ávextir og heitt á könnunni.

 
Föstudagur, 15. maí 2015 10:26

Í andlitinu speglast sagan - bernskuminningar úr Þingeyjarsýslu

Í andlitinu spegalst sagan

 
Þriðjudagur, 28. apríl 2015 14:41

Ljósmyndasafn Þorsteins Jósepssonar

Fyrirlestur í Safnahúsinu á Húsavík

Fimmtudaginn 7. maí kl. 13:00

 

Inga Lára Baldvinsdóttir safnvörður á Ljósmyndasafni Íslands segir frá Þorsteini og ljósmyndasafni hans. Inga Lára Baldvinsdóttir hefur starfað við ljósmyndavarðveislu í Ljósmyndasafni Íslands í Þjóðminjasafni um langt árabil. Á þeim vettvangi  hefur hún unnið að ljósmyndasýningum, gefið út og ritstýrt ljósmyndabókum og skrifað greinar um ljósmyndasögu.

Sýningin „Svipmyndir eins augnabliks“, farandsýning frá Þjóðminjasafni Íslands á verkum Þorsteins Jósepssonar stendur nú yfir í sýningarsal í Safnahúsinu. Safn Þorsteins (1907-1967) er eitt stærsta, merkasta og heildstæðasta einkasafn frá síðustu öld sem varðveitt er í Ljósmyndasafni Íslands í Þjóðminjasafni. Inga Lára ritstýrði útgáfu rits Þjóðminjasafns Íslands um verk Þorsteins, sem gefið var út í tengslum við sýninguna.

 

Enginn aðgangseyrir – allir velkomnir

 
«FyrstaFyrri12345678910NæstaSíðasta»

Síða 4 af 13
 
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing