Forsíða Home Upcoming exhibitions
Upcoming events
Til gagns og fegurðar
Friday, 19 October 2012 14:37

Til gagns og fegurðar

Sunnudaginn 28. október verður sýningin "Til gagns og fegurðar" opnuð á efstu hæð Safnahússins. Með sýningunni og í samnefndri bók, kynnir Æsa Sigurjónsdóttir listfræðingur og sýningarhöfundur, rannsóknir sínar á útliti og klæðaburði Íslendinga í ljósmyndum frá 1860 til 1960.


Flestir geta verið sammála um að ljósmyndir geri tímann nánast áþreifanlegan. Ljósmyndir hafa þó ekki einungis heimildargildi um tökutímann og það sem var, heldur búa þær yfir fagurfræðilegum eiginleikum og ríkulegu táknmáli. Þær móta hugmyndir okkar um hið liðna, og sýna afstöðu okkar til tímans og sögunnar, jafnframt því að vera áhrifamikill miðill til ímyndarsköpunar. Tíminn hefur mikil áhrif á það hvernig við horfum á ljósmyndir, upplifum þær og skiljum, þær vekja spurningar um samband Íslendinga við táknheim sinn fyrr og nú.

Hvernig er hægt að nota ljósmyndir til að setja saman mynd af fortíðinni og jafnvel nálgast hana á nýjan hátt? Geta myndir hjálpað okkur við að gera söguna sýnilega? Á sýningunni er bent á hvernig Íslendingar hafa notað ljósmyndir, þjóðbúninga og tísku til að búa til mynd af sér. Ljósmyndirnar á sýningunni eru vísbending um hvernig Íslendingar litu út og sýna hvernig þá langaði til að vera. Æsa Sigurjónsdóttir, listfræðingur og höfundur sýningarinnar hefur rannsakað sögu ljósmyndunar og menningarlegt og félagslegt hlutverk ljósmynda á Íslandi í fortíð og nútíð. (texti af heimasíðu Þjóðminjasafns Íslands)

Sýningin er ein af farandssýningum Þjóðminjasafns Íslands.


 
Íslendingar í Ameríku
Wednesday, 22 August 2012 12:14

The love of Iceland in Ameríka - Íslendingar í Ameríku

Myndina tók Linda Ásdísardóttir á fyrirlestri Sunnu á Eyrarbakka.Föstudaginn 24. ágúst kl. 17:00 mun Sunna Pam Furstenau halda fyrirlestur í Safnahúsinu á Húsavík. Sunna Pam er fulltrúi Þjóðræknifélags íslendinga í Ameríku og starfar að rannsóknum á landnámi og sögu íslendinga í vesturheimi. Hún er á fyrirlestrarferðalagi um Ísland og flytur erindið á 12 stöðum. Fyrirlesturinn byggir á myndasýningu með 400 myndum sem Sunna Pam gæðir lífi með tengdum frásögnum.

Allir velkomnir, enginn aðgangseyrir.

 
Í austur
Wednesday, 06 June 2012 00:00

Í austur

 
Ljósmyndaklúbbur
Friday, 01 June 2012 00:00

Laugardaginn 2. júní 2012 mun ljósmyndaklúbbnum Norðurljósum opna sína fyrstu ljósmyndasýningu í sýningarsalnum á 3. hæð Safnahússins. Á sýningunni má sjá 51 mynd eftir 26 félaga úr klúbbnum.

 
25+
Thursday, 03 May 2012 08:45

Þann 5. maí mun Sr. Sighvatur Karlsson opna málverkasýningu á efstu hæðinni  í Safnahúsinu. Sýningin heitir 25+ í tilefni af 25 ára starfsafmæli Sighvats og verður þetta fyrsta einkasýning hans. Sýningin mun standa til föstudagsins 11. maí og verður opin daglega frá 15:00 til 18:00.

 
«StartPrev12345678910NextEnd»

Page 10 of 14
 
Banner
Banner
Banner
Banner