Forsíða Home Upcoming exhibitions
Upcoming events
Húsavík að liðnum 1100 árum frá fyrstu byggð
Friday, 09 August 2013 11:03

Húsavík að liðnum 1100 árum frá fyrstu byggð

Sýningin "Húsavík að liðnum 1100 árum frá fyrstu byggð" sem var opnuð í Safnahúsinu á Mærudögum verður opin daglega frá 10-18 út ágústmánuð. Sýningin tekur um 70 mín.

Aðgangur er ókeypis!

 
Kirkjur Íslands
Tuesday, 04 June 2013 11:20

Opnun sýningar og málstofa, sunnudaginn 9. júní kl. 11:00.

Út eru komin 21. og 22 bindið í ritröðinni Kirkjur Íslands - friðaðar kirkjur í Þingeyjarprófastsdæmi.

Kirkjur ÍslandsAf því tilefni býður Þjóðminjasafn Íslands, Minjastofnun Íslands, Biskupsstofa og Hið íslenska bókmenntafélag til málstofu og opnunar yfirlitssýningar í Safnahúsinu um;

Friðaðar kirkjur í Þingeyjarprófastsdæmi.

1. Þorsteinn Gunnarsson arkitekt og ritstjóri:

Kirkjur Íslands.

2. Hjörleifur Stefánsson arkitekt:

Friðaðar kirkjur í Þingeyjarprófastsdæmi.

3. Sverrir Haraldsson kennari og sagnfræðingur:

Nokkrir gripir, fornir og nýir, í níu kirkjum í Þingeyjarprófastsdæmi.

4. Björn Ingólfsson rithöfundur og fræðimaður:

Nokkrir gripir, fornir og nýir, í fimm kirkjum í Þingeyjarprófastsdæmi.

Að erindum loknum mun séra Jón Ármann Gíslason prófastur opna veglega sýningu um kirkjur, gripi og minningarmörk sem byggir á ritverkinu.

Bókaflokkurinn Kirkjur Íslands (nú 22. bindi) er grundvallarrit um friðaðar kirkjur á Íslandi þar sem horft er á þær frá sjónarhóli byggingarlistar, stílfræði og þjóðminjavörslu. Í máli og myndum er fjallað um kirkjurnar sjálfar ásamt kirkjugripum og minningarmörkum. Þetta eru vandaðar og glæsilegar bækur sem opna sýn inn í mikilvægan þátt í íslenskri menningarsögu.

Málstofan verður endurtekin á Snartarstöðum kl. 15:00 þá um daginn.

 
Ný greiningarsýning úr ljósmyndasafni Silla, bókamarkaður og Hemminn, gleðigjafi.
Monday, 22 April 2013 13:01

Ný greiningarsýning úr ljósmyndasafni Silla, bókamarkaður og Hemminn, gleðigjafi.

Sumardaginn fyrsta verður opnaður bókamarkaður á jarðhæð og ný greiningarsýning á ljósmyndum á  3. hæð. Myndirnar á sýningunni og bækurnar á markaðnum eru hvoru tveggja hluti af rausnarlegri gjöf Silla til Safnahússins.  Mikill fjöldi bóka verður á markaðnum, sagnfræði, ættfræði, skáldsögur, ljóð og margt fleira.

 

Skyldu þessir menn hafa verið að fara með sokka í viðgerð?

 

Sýning Gerðu á „Hemmanum“  stendur til sunnudagsins 28. apríl.


Markaðurinn og sýningarnar verða opnar sumardaginn fyrsta kl. 13-16, föstudaginn 26.  apríl kl. 10-18 og helgina 27.-28. apríl kl. 13-16.
Frítt verður inn á fastasýningar í Safnahúsinu sumardaginn fyrsta og um helgina.

 
Þjóðfræði á þorraþræl
Tuesday, 19 February 2013 08:20

Þjóðfræði á þorraþræl

 

Fjölbreytt  og áhugaverð erindi um viðfangsefni þjóðfræðinnar

Þjóðfræði er vaxandi fræðgrein á landinu og ekki síst hér í Þingeyjarsýslum. Hópur þingeyinga stundar nú nám í greininni og nokkrir hafa lokið námi. Hluti þingeysku þjóðfræðinemana er í fjarnámi en aðrir eru í höfuðborginni við nám. Þetta er öflugur hópur og hver veit hvað verður til í þessari þingeysku þjóðfræðingaflóru í framtíðinni. En hvað skyldi vera svona heillandi við þetta fag og hvað er verið að fást við?  Gjarnan er rætt við þjóðfræðinga í tengslum við jólasveinana, bóndadag, þorrablót og annað gamalt og hefðbundið. En skyldi það gefa tæmandi mynd af þjóðfræðinni og starfi þjóðfræðinga?  Því er fljótsvarað með: „Nei langt því frá“. Viðfangsefnin eru fjölbreytt og eru skoðuð bæði í fortíð og nútíð. Meðal þeirra má nefna: sögur og sagnir, heimilis- og atvinnuhættir, trú og tónlist, siðir og venjur, hátíðir og leikir, klæðnaður og matarhættir.

Menningarmiðstöð Þingeyinga blæs til þjóðfræðidags til að kynna þjóðfræðina og viðfangsefni hennar, enda er þjóðfræði og safnastarf tengt nánum böndum.  Hann verður haldinn á Þorraþræl, síðasta dag þorra, sem er næstkomandi laugardag. Þá munu þjóðfræðingar og þjóðfræðinemar halda fjölbreytt erindi um viðfangsefni þjóðfræðinnar í Safnahúsinu á Húsavík.


Safnahúsinu á Húsavík 23. febrúar, kl 14-17

Dagskrá:
14:00  Inngangsspjall

14:05 - 14:20 Þjóðfræði, spennandi og fjölbreytt viðfangsefni
Búi Stefánsson þjóðfræðinemi

14:20 – 14:35 Hlutverk hátíða
Anna Gunnarsdóttir þjóðfræðinemi

14:35 – 14:50  Lifandi safn
Jan Klitgaard þjóðfræðinemi

14:50 – 15:05 Týnda samfélagið – Kárahnjúkar
Hilda Kristjánsdóttir þjóðfræðingur

14:05 – 15:20 fyrirspurnir

15:20 – 15:40 Kaffihlé

15:40 – 16:10 "Menningararfur í formi íslensks hraungrýtis : Hraunsréttardeilan í Aðaldal"
Sigurlaug Dagsdóttir þjóðfræðingur.
Gerð var var stuttmynd um verkefnið og verður hún sýnd í upphafi erindisins, hana gerðu þjóðfræðingarnir Björk Hólm og Ólafur Ingibergson.

16:10 – 16:50 Hvað á á gera við afa?  umfjöllun um hlátur, húmor og tengsl við samfélagið.
Kristín Einarsdóttir aðjúnkt í þjóðfræði við Háskóla Íslands

16:40 – 17:00 fyrirspurnir og spjall

Allir velkomnir enginn aðgangseyrir

 
Safnahúsið opið sunnudaginn 27. janúar
Wednesday, 23 January 2013 12:53

Safnahúsið opið sunnudaginn 27. janúar.

 

Safnahúsið verður opið sunnudaginn 27. janúar frá 13:00 - 16:00. Kjörið tækifæri til að skoða Sjóminjasafnið og verðlaunasýninguna Mannlíf og náttúra - 100 ár í Þingeyjarsýslum.

 

Sjóflugvél á Húsavík

1940-49.

Eru þetta Óli, Björn

og Hermann?

Hvaða íþróttamót Völsungs

fer hér fram?

 

Á efstu hæð Safnahússins verður ný greiningarsýning á ljósmyndum úr "Sillasafni".

Allir velkomnir, heitt á könnunni.

 
«StartPrev12345678910NextEnd»

Page 8 of 14
 
Banner
Banner
Banner
Banner