Forsíða Home Upcoming exhibitions
Upcoming events
Dagskrá á Mærudögum 2014
Wednesday, 23 July 2014 08:45

Dagskrá á Mærudögum 2014

Safnahúsið á Húsavík

Sjóminjasafn – byggðasafn – safnbúð – leikherbergi - kaffihorn.

Sérsýningar:

  • Aldar afmælissýning HSÞ HSÞ

Síðustu sýningardagar

 

 

 

 

 

  • Hughrif Hughrif

Ljósmyndasýning Halldóru Kristínar Bjarnadóttur

 

 

 

  • „Snertið ekki jörðina – leikir 10 ára barna“ Ekki snerta jörðina

Farandsýning frá Þjóðminjasafni Íslands

 

 

 

  • „Sveitin mín Laxárdalur“ Sveitin mín Laxárdalur

Skyggnimyndasýning Sigurðar Péturs Björnssonar (Silla) þar sem hann fjallar um Laxárdal fram til ársins 1994.

 

 

Enginn aðgangseyrir að sérsýningum.

Opið alla daga 10-18

 


 

 

Þverá í Laxárdal

Gamli bærinn á Þverá  verður opinn almenningi, 25. og 26. júlí frá 13-17.Þverá í Laxárdal

Þverárbærinn er hluti af húsasafni Þjóðminjasafns Íslands. Bærinn var reistur á seinni hluta nítjándu aldar. Þar er margt hugvitsamlega gert, t.d. er lækur leiddur gegnum brunnhús innst í bænum svo að að heppileg kæling fengist til geymslu á matvælum.

 

 

 

 


Byggðasafn Norður-Þingeyinga á Snartarstöðum

Fallegt safn með sérstakri áherslu á handverk.

Safnkaffi – barnahorn

Opið 13-17 alla daga

 

 

 

 

 


 

 

 

Byggðasafn Suður-Þingeyinga á Grenjaðarstað

Upplifðu gamla bændasamfélagið í einstökum torfbæ.

Heitt á könnunni

Opið alla daga 10-18

 
Sumri fagnað í Safnahúsinu
Wednesday, 23 April 2014 13:07

Sumri fagnað í Safnahúsinu

Sumardagurinn fyrsti var lengi einn helsti hátíðisdagur Íslendinga, sá sem kom næst jólunum. Eftirfarandi segir Jónas frá Hrafnagili um daginn í Íslenzkum þjóðháttum:

En venja hefur það verið a.m.k. hér nyrðra, að fólk ætti frí þann dag. Þá var vant að lesa, undir eins og komið var á fætur, en síðan var skammtað ríflega af öllu því besta sem búið átti til, hangiket, magálar, sperðlar, pottbrauð, flot, smér og önnur gæði.....Í stað þess að aðrar þjóðir hafa jólagjafir og nýársgjafir, hafa sumargjafirnar einar verið hér þjóðlegar um langan aldur og eru enn í dag.

Dagurinn er upphafsdagur hörpu sem er fyrstur af sumarmánuðunum sex samkvæmt gamla norræna tímatalinu. Samkvæmt þjóðtrúnni er það fyrir góðu sumri ef vetur og sumar frýs saman, þ.e. ef hitastig fer niður fyrir frostmark aðfaranótt sumardagsins fyrsta. Hann gekk einnig undir nafninu yngismeyjadagur, en yngissveinadagur er fyrsti dagur einmánaðar.

Haldið verður upp á þennan forna hátíðisdag í Safnahúsinu á Húsavík. Þar verða opnaðar tvær nýjar sýningar, „Sumar við andapollinn“ og „Ekki snerta jörðina“.

 

Sumar við andapollinn

Málað á glerið
Sumar við andapollinn Málað á glugga safnsins

 

„Sumar við andapollinn“ er sýning unnin af börnum á deildunum Fossi og Vilpu á Grænuvöllum. Sýningin hefur verið í vinnslu hjá þeim í nokkurn tíma, viðfangsefni sýningarinnar er Búðaráin og endurnar þar.Listamennirnir sem eru 1-2 ára byrjuðu vinnuna á því að kynnast viðfangsefninu, gefa öndunum brauð og skoða lífið við ánna. Síðan voru unnin margvísleg listaverk í leikskólanum, endur og tré af ýmsum stærðum og gerðum. Undanfarnar vikur hafa þau komið í Safnahúsið og fært ánna og umhverfi hennar inn í húsið. Það hafa þau gert með því að mála stóra glugga á jarðhæð. Þangað eru endurnar og tréin komin og saman myndar þetta einstakan andapoll innan dyra, svo lifandi að nánast má heyra endurnar kvaka.

 

Ekki snerta jörðinna
Ekki snerta jörðinna

„Snertið ekki jörðina – leikir 10 ára barna“ er ein af farandsýningum Þjóðminjasafns Íslands. Haustið 2009 gerðu 8 söfn rannsókn á leikjum 10 ára barna á Íslandi. Rætt var við hátt í 200 börn um leiki og áhugamál þeirra. Niðurstöður rannsóknarinnar má  sjá á þessari farandsýningu en einnig á vef sýningarinnar http://www.thjodminjasafn.is/ekki-snerta-jordina/ . Á sýningunni eru kassar þar sem vinsælustu leikjunum eru gerð skil og einnig má sjá ljósmyndir og myndskeið af börnunum og skólaumhverfinu. Kraftur, og fjölbreytni einkenna leikina, en fótboltinn var þó alls staðar mjög vinsæll.

 

Þessar sýningar eru báðar á jarðhæð, í sýningarrými framan við bókasafn. Sýningin „Snertið ekki jörðina – leikir 10 ára barna“ stendur til ágústloka, en síðasti sýningardagur„Sumar við andapollinn“ verður 9. maí, þá verður sýningin færð yfir á Grænuvelli og verður hluti af vorsýningunni þar. Nemendur frá Tónlistarskóla Norðurþings flytja tónlistaratriði á opnuninni.

Sumardagurinn fyrsti er síðasti sýningardagur myndlistarsýningar Kára Sigurðssonar„Sjáið húsin, þau eru horfin“.

Nýju sýningarnar verða opnaðar klukkan eitt, húsið verður opið frá kl. 13-16, en sýning Kára er opin til kl. 18. Að venju er frítt inn á allar sérsýningar, en í tilefni dagsins verður einnig frítt inn á fastasýningarnar, Mannlíf og náttúra – 100 ár í Þingeyjarsýslum og Sjóminjasafn.

 
Sjáðu húsin - þau eru horfin
Monday, 07 April 2014 08:12

Sjáðu húsin - þau eru horfin.

 

Þann 16. apríl 2014, kl. 16.00 opnar Kári Sigurðsson sýningu í Safnahúsinu á Húsavík.

 

 

Sýningin samanstendur af 30 myndverkum og er frábrugðin öðrum hans sýningum að mörgu leiti. Myndefnið er eitt og það sama, það er horfið sjónum bæjarbúa og mörgum gleymt. Vinnuheiti hans er Torfakofar, gæti eins verið Arnviðar og eða Dondakofar.

Fyrstu myndina gerði Kári árið 1968 er hann bjó á Ásgarðsveginum, þetta eru hús (kofaþyrping) er stóðu við rætur Húsavíkurfjalls skammt frá þar sem skíðalyftan er nú. Þarna var stundaður búskapur, með hross, sauðfé, hænsni o.fl. Þetta mótíf er unnið í margskonar miðla og unnar á árunum 2012 til 2014. Fyrsta myndin var unnin í þurrkrít þá eru verk í olíu, akrýl, kaffi, bleki, túss, vatnslit, olíukrít, gvass, pastel, blýanti, penna, málningu, lakki o.fl. meira að segja samklipp og er ekki allt upp talið. Kári er ekkert hrifinn af þemavinnu, sérstaklega ekki ef leggja á til eina mynd í sýningu. Þessi sýning er dæmi um þemavinnu, ákveðin kofaþyrping sem hann valdi og þá miðla sem hann notar. Kári hefur notað flesta þessara miðla áður en til að átta sig á útkomunni fannst honum nauðsynlegt að notast við sama mótívið.

Viðfangsefni Kára í myndlist er og hefur verið fram til þessa, íslensk náttúrustemmning til sjávar og sveita, hús, kofar og ýmsar mannvistarleifar.Þá hafa bátar og hlutir tengdir útgerð höfðað til hans svo ekki sé talað um veður og veðrabrigði en þetta er eitthvað að breytast.


Kári

Kári Sigurðsson er fæddur 20.apríl 1947 í Vopnafirði. Hann er með sveinspróf í húsasmíði og meistararéttindi, frá IðnskólaHúsavíkur. Hann kenndi iðnteikningar við Iðnskóla Húsavíkur, síðar Framhaldsskóla Húsavíkur (iðnbraut) frá 1973 - 1989 og teikningu og myndmennt í grunn- og framhaldskólanum 1986 – 1989 og 1993. Hann stóð fyrir námskeiðum í myndlistum fyrir fullorðna á vegum FSH, farskóla Þingeyinga og sjálfstætt. Kári hefur starfað við smíðar, verslunar- og skrifstofustörf ásamt gluggaskreytingum, félagsmálum og að listrænni starfssemi. Myndlistarnámið hans er að mestu sjálfsnám og hann á að baki fjölda einka og samsýninga. Kári á verk í eigu opinberra aðila og fjölda einstaklinga.


 
Þjóðfræði á þorraþræl
Thursday, 13 February 2014 12:06

Þjóðfræði á þorraþræl

Safnahúsinu á Húsavík 22. febrúar, kl 14-17

Fjölbreytt dagskrá þar sem áheyrendum gefst færi á að kynnast hinum ýmsu þjóðfræðilegu viðfangsefnum.

Dagskrá:

14:00 – 15:10 stutt erindi

Sif Jóhannesdóttir

Mátulegt er meyjarstig
Hvert er eðli og háttarlag tröllsins í íslensku þjóðsögunum. Eru þar á ferðinni tröllheimsk tryggðatröll, hin villta náttúra eða hafa sögurnar þann einfalda tilgang að halda börnum heim við bæ. Rýnt í sögurnar með sérstakri áherslu á íslensku tröllskessuna.

Oddný Magnúsdóttir

Eru gamlir „bústangsleikir“ tímalausir?
Flestir þekkja eða hafa heyrt um gömlu barnaleikina með legg og skel, kjúkur og kjálka. Í slíkum leikjum táknuðu leggir og kjúkur kinda eða stórgripa oftast hesta, kýr og kindur.
Fjallað verður í stuttu máli um eitt afbrigði af gömlum bústangsleik; kjúkuleik með kjúkubretti.

Búi Stefánsson

Dauðatónar
Kynning á efni BA-ritgerðar sem er í smíðum. Þar er m.a. skoðuð birtingarmynd tónlistar í tengslum við dauðann í sögulegu samhengi. Fyrst og fremst er þó horft til þeirra breytinga innan hefðarinnar sem átt hafa sér stað á undanförnum árum.

Sigurlaug Dagsdóttir

Kreddur, veftímarit um þjóðfræði
Kynning á tímaritinu sem stofnað var árið 2013. Farið verður lauslega yfir hversvegna þetta tímarit komst á laggirnar og hvernig það á að stuðla að tengslum nemenda við HÍ og annara þjóðfræðinga við samfélagið. Sjá: http://kreddur.is/.

15:10 – 15:40 fyrirspurnir og kaffi

 

15:40-16:10

Trausti Dagson

Landslag þjóðsagna
Hvernig túlkum við kort yfir þjóðsögur frá 19. öld og fyrri hluta þeirrar tuttugustu? Hvernig getur slíkt kort nýst okkur? Umfjöllun um kortlagningu íslenskra þjóðsagnasafna.

Guðrún Sædís Harðardóttir

Hvar er reykdælska huldufólkið?
Erindi um reykdælskar þjóðsögur og hvaða vísbendingar þær gefa um þjóðtrú á svæðinu.

16:10-16:50

Eiríkur Valdimarsson MA, þjóðfræðingur

"Frá bleytu til breytu: Af veðurspám almennings fyrr, nú og æ síðan""
Í erindinu verður fjallað um rannsókn höfundar á alþýðlegum veðurspám Íslendinga, sem er þekking fjölmargra kynslóða þessa lands sem þróuðu spár sínar um aldir. Nokkra slíkar spár verða gerðar að umtalsefni, sérstaklega spár úr S-Þingeyjarsýslu. Að auki verður horft til framtíðar og rætt hvernig við upplifum veðrið í dag og hvernig upplifir almenningur stórar breytingar á borð við loftslagsbreytingar og hlýnun jarðar."

16:50 – 17:00 fyrirspurnir og spjall


Allir velkomnir, enginn aðgangseyrir

 
Málverkasýning Sigurðar Hallmarssonar
Tuesday, 28 January 2014 12:41

Málverkasýning Sigurðar Hallmarssonar

Sýningaropnun föstudaginn 31. janúar kl. 17-19.  Á sýningunni er mikill fjöldi nýrra verka eftir listamanninn góðkunna. Verkin verða sýnd bæði í sal á efstu hæð og á jarðhæð.  Sýningin verður opin 17-19 sunnudaginn 2. febrúar og síðan á opnunartíma safnsins.

Við Mjósund - Sigurður Hallmarsson 2013

Boðið verður upp á kaffi og kruðerí, í tilefni af sýningaropnun og tilkomu lyftunnar.

Allir velkomnir

 
«StartPrev12345678910NextEnd»

Page 7 of 14
 
Banner
Banner
Banner
Banner