Forsíða Home Upcoming exhibitions
Upcoming events
Lömbin leika sér
Tuesday, 21 April 2015 08:33

Lömbin leika sér

MMÞ

Sumardagurinn fyrsti 23. apríl

Opið 11-14

Lömbin leika sér

Sýningaropnun kl. 11:00

Sýning yngstu barna á Grænuvöllum, börnin sem fædd eru 2013 og 2014 eru á deildunum Foss og Vilpu.

Tónlistaratriði frá Tónlistarskólanum á Húsavík í sjóminjasafninu, kl 11:30.

Nýr og spennandi ratleikur fyrir alla fjölskylduna.

Frítt inn á allar sýningar í tilefni dagsins.

Allir hjartanlega velkomnir

 
Vefsýning á ljósmyndum Arnar Friðrikssonar
Tuesday, 10 February 2015 08:33

Sr. Örn Friðriksson, fyrrverandi prestur Mývetninga og prófastur Þingeyinga, afhenti Ljósmyndasafni Þingeyinga hluta af ljósmyndasafni sínu nýverið. Í safninu eru rúmlega 1.000 myndir, bæði á pappír og á filmum. Flestar myndirnar eru teknar á Húsavík á tímabilinu1940-1954 en einnig eru nokkrar myndir frá öðrum svæðum í Þingeyjarsýslu. Þrátt fyrir að hafa ekki numið ljósmyndun þá bera myndir hans vott um næmt auga fyrir því myndræna í hversdagslegum aðstæðum sem ekki allir koma auga á.

 

Þann 13.febrúar 2015 verður opnuð ljósmyndasýning á vef Menningarmiðstöðvar Þingeyinga með úrvali mynda úr safninu.

 
Svipmyndir eins augnabliks
Sunday, 01 February 2015 00:00

Svipmyndir eins augnabliks

Ljósmyndir Þorsteins Jósepssonar

Ljósmyndasafn Þorsteins JósepssonarÍ febrúar verður opnuð sýning á ljósmyndum Þorsteins Jósepssonar. Safn Þorsteins (1907-1967) er eitt stærsta, merkasta og heildstæðasta einkasafn frá síðustu öld sem varðveitt er í Ljósmyndasafni Íslands í Þjóðminjasafni. Sýningin er farandsýning frá Þjóðminjasafni Íslands.

 
Sýning safnaranna
Wednesday, 22 October 2014 13:45

Sýning safnaranna


Sýningaropnun í Safnahúsinu sunnudaginn 26. október klukkan 14:00

Sýning á tíu einkasöfnum, hvert öðru skemmtilegra.

Sýning sem gleður augað og kitlar safnarann, flokkarann og raðarann í okkur öllum.

Eitthvað fyrir alla: þingeyskir bílar, kók munasafn, bjórmiðar, pennar, spil, seðlar, mynt , sumarkort, kveikjarar og peningaveski.

 

Kók munasafn Kveikjarasafn Pennasafn

 

Sýningin stendur frá 26. okt.-23. nóv.

Opnunardaginn verður opið frá 14-17, heitt á könnunni, allir hjartanlega velkomnir

Athugið að frítt er inn á sérsýningar í Safnahúsinu.

 
Safnakvöld í Þingeyjarsýslum
Friday, 15 August 2014 10:29

Safnakvöld í Þingeyjarsýslum

 

Safnakvöld í Þingeyjarsýslum

 
«StartPrev12345678910NextEnd»

Page 6 of 14
 
Banner
Banner
Banner
Banner