Forsíða Safnahúsið Sérsýningar Myndlistarsýning - Jóna Hlíf og Habbý Ósk
Myndlistarsýning - Jóna Hlíf og Habbý Ósk
Miðvikudagur, 08. desember 2010 10:55

HellÞann 11.desember kl 14:00 verður opnuð ný myndlistarsýning í sýningarsalnum á efstu hæð Safnahússins. Sýnendur eru tveir ungir listamenn þær Jóna Hlíf Halldórsdóttir og Habbý Ósk. Sýningin verður opin alla virka daga 10:00-16:00.  

 

 

 

 

 

Jóna Hlíf Halldórsdóttir (1978) býr og starfar í Reykjavík. Hún útskrifaðist með Diploma frá Myndlistarskólanum á Akureyri árið 2005 og með Mastersgráðu í myndlist frá Glasgow School of Art árið 2007.

Jóna Hlíf vinnur með ýmsa miðla, s.s. vídeó, skúlptúr, bókverk og ljósmyndir. Verk Jónu Hlífar eru persónuleg úrvinnsla hennar á upplifunum úr daglega lífinu, sem hún útfærir gjarnan í formi myndmáls. Verkin eru gjarnan óræð og hafa yfir sér hráan blæ, sum unnin úr fjöldaframleiddum efnum, önnur handgerð af listamanninum. Það sem sameinar þau er tenging við mannslíkamann og sálina, sem talið er að hvíli þar í einhverju hólfi sem sést þó ekki á röntgenmynd. Nánari upplýsingar um Jónu Hlíf Halldórsdóttur: www.jonahlif.com

 

Habbý Ósk býr og starfar í New York en þaðan lauk hún meistaragráðu í myndlist frá School of Visual Arts. Áður en hún nám í School of Visual Arts í New York var hún búsett í Hollandi í fimm ár þaðan sem hún lauk bachelorgráðu í myndlist frá AKI, Akademy voor Beeldende Kinst ook Voormgeving. Einnig var Habbý gestalistamaður hjá P:142 Artist in Residency í Berlín, október 2009 - febrúar 2010.

Verk hennar fjalla um mannlegt eðli og nútímasamfélag. Hún rannsakar með verkum sínum samskipti fólks og hversdagslega hegðun. Habbý notar myndband og gjörninga sem miðla til að taka flókinn veruleikann og færa hann inn í heim naumhyggjunnar. Líkt og í raunveruleikanum þá eru reglur og takmörk en ekkert handrit.

Verk hennar hafa verið sýnd víðsvegar um Bandaríkin og Evrópu þ.á.m. í Tina Kim Gallery í New York, Soho20 í New York, Artiste Miami í Miami, Den Haags Filmhuis í Den Haag og Betónsalon í París.

Nánari upplýsingar um Habbý Ósk má finna hér: http://www.vimeo.com/habbyosk

 

 
 
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing