Forsíða Forsíða Sýningar framundan "Þetta vilja börnin sjá" - Upplestur
Þriðjudagur, 23. nóvember 2010 12:17

Þetta vilja börnin sjá!

- Upplestrardagskrá í tengslum við sýninguna -

 

Í tilefni af sýningunni "Þetta vilja börnin sjá!" stendur Safnahúsið fyrir upplestrarstundum fyrir börn, á mánudags- og þriðjudagsmorgnum næstu vikur. Stundirnar hefjast klukkan 10:00, lesið verður í u.þ.b. 20 mín. í hvert sinn. Lesið verður úr nýútkomnum barnabókum í bland við gamlar og góðar.

 

 

 

 

 

Við hvetjum foreldra, leikskólakennara og grunnskólakennara til að mæta með sín börn, skoða fallega sýningu og hlýða á upplestur.

29.nóvember, 2-3 ára börn

30.nóvember, 4-5 ára börn

6.desember, 6-7 ára börn

7.desember, 8-9 ára börn

13.desember, 10-11 ára börn

14.desember, jólalestur

 

 

Sögustund við kertaljós!

- Slakandi kvöldsamvera fyrir börn og foreldra -

 

Þriðjudaginn 14.desember býður Safnahúsið til náttfatasamstundar fyrir börn og foreldra. Stundin hefst klukkan 18:30-20:00 með léttu kvöldsnarli síðan koma allir sér vel fyrir og lesinn verður húslestur og sungin nokkur lög við undirspil. M.a. verður lesið úr nýútkominni bók þingeyska barnabókahöfundarins Atla Vigfússonar á Laxamýri en bókin heitir "Vetur í Rjúpuskógi". Hólmfríður Bjartmarsdóttir á Sandi myndskreytti bókina.

Tilvalið fyrir yngri kynslóðina að mæta á náttfötunum með kodda, bangsa, teppi eða það sem hentar hverjum og einum. Enginn aðgangseyrir.

 
 
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing