Myndlistarsýning - Kolbrún Bylgja Brá Magnúsdóttir |
Miðvikudagur, 03. nóvember 2010 09:25 |
Á tímabilinu 9.-23.október 2010 mun listamaðurinn Kolbrún Bylgja Brá Magnúsdóttir sýna verk sín í sýningarsalnum í Safnahúsinu.
Kolbrún Bylgja Brá er fædd á Bíldudal 1961. Bylgja er sjálfmenntaður myndlistarmaður og hefur markvisst unnið að listsköpun frá árinu 1995. Flestar myndirnar eru unnar í þurrpastel og olíukrít. Bylgja hefur sýnt víða og verið virkur þáttakandi í List án landamæra. Sýningin verður opin virka daga kl. 10-16 og kl. 14-16 um helgar.

|