Forsíða

Starfsemi

Auglýsing
Álfabækur
Miðvikudagur, 11. maí 2016 10:48

Álfabækur 12. maí – 30. júní

GarasonSýning Guðlaugs Arasonar rithöfundar og myndlistarmanns verður opnuð fimmtudaginn 12. maí kl. 17:00. Þess heillandi sýning er sett upp í sýningarsvæði á jarðhæð Safnahúsins. Sýningin mun standa til 30. júní og vera opin á opnunartíma safnsins. Sýningaropnunin er öllum opin, en þá gefst gestum kostur á að hitta á listamanninn sjálfan á sýningunni.

Myndlistarmaðurinn Guðlaugur Arason hefur valið sér nýja og sérstaka leið í myndlist sinni. Hann kallar myndverk sín einu nafni Álfabækur. Fyrsta sýning á Álfabókum var sett upp sumarið 2013. Sýningin samanstendur af litlum bókaskápum með örsmáum eftirgerðum af íslenskum sem erlendum bókum. Hver bókaskápur er heimur út af fyrir sig og þar búa bæði skáld og kynjaverur. Í hverju myndverki leynist lítill verndarálfur, ártal og nafn höfundar. Áhorfandinn þarf að staldra við og gefa sér góðan tíma meðan ímyndunaraflið fer á flug.

Guðlaugur Arason gaf út sína fyrstu skáldsögu, Vindur, vindur vinur minn, 25 ára gamall. Síðan hefur hann skrifað skáldsögur, leikrit, ljóð og einnig bækur um Kaupmannahöfn. Verk hans hafa notið mikilla vinsælda og verið verðlaunuð. Hann hefur því verið þekktari sem rithöfundur en myndlistarmaður þótt hann hafi alal tíðu unnið að myndlist jöfnum höndum með skrifum. Meðal bókmenntaverka hans má nefna Víkursamfélagið, Sóla, Sóla, Eldhúsmellur og Gamla góða Kaupmannahöfn.

 
 
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing