Forsíða Sauðaneshús
Auglýsing

Sarpur

Auglýsing
Auglýsing
Sauðaneshús
Miðvikudagur, 16. mars 2016 11:38

Sauðaneshús

Sauðaneshús um 1900Sauðanes á Langanesi er fornfrægur kirkjustaður, 7 km norðan við Þórshöfn. Talið er að kirkja hafi staðið á Sauðanesi allt frá 12. öld. Núverandi kirkja var byggð árið 1889 og er nú í uppgerð. Prestsbústaðurinn á Sauðanesi, Sauðaneshús, er elsta steinhús í Þingeyjarsýslum. Það var byggt árið 1879 úr grágrýti sem flutt var langt að og höggvið á staðnum. Þáverandi sóknarprestur, sr. Vigfús Sigurðsson (1811-1889), stóð fyrir byggingu hússins en framkvæmdina önnuðust bræðurnir Sveinn og Björgólfur Brynjólfssynir frá Vopnafirði. Gríðarstór tekkbolur, sem rak á Langanesfjörur, var notaður í útidyraumbúnað og hurðir. Eftir að sr. Vigfús lést tók sr. Arnljótur Ólafsson (1823-1904) við Sauðanesi og gegndi brauðinu til dauðadags. Hann var landskunnur fyrir stjórnmálaafskipti og ritstörf. Síðast var búið í gamla íbúðarhúsinu 1955 og var þá tekið í notkun nýtt prestssetur, skammt frá því gamla.

 

 

SauðaneshúsSauðaneshús var endurbyggt á árunum 1991 til 2003 og er þar nú til húsa minjasýning, upplýsingaþjónusta fyrir ferðamenn og veitingasala. Til sýnis eru munir frá Langanesi og nágrenni. Sauðaneshús er hluti af húsasafni Þjóðminjasafns Íslands en rekið af Menningarmiðstöð Þingeyinga og er opið fyrir ferðamenn yfir sumartímann.

 
 
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing