Forsíða Útgáfa Um húsabyggingar
Um húsabyggingar
Miðvikudagur, 16. desember 2015 11:02

Um húsabyggingar

Jakob HálfdanarsonÁ Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni er að finna ýmis skjöl (sjá skjalaskrá hér) úr fórum Jakobs Hálfdanarsonar bónda á Grímsstöðum og kaupfélagsstjóra Kaupfélags Þingeyinga á Húsavík. Eitt þessara skjala er kápulaus stílabók í fjögurra blaða broti er hann nefnir "Um húsabyggingar". Stílabókina skrifaði Jakob sem svar við spurningum frá Sigurði Péturssyni verkfræðingi sem Landshöfðingi hafði falið að annast rannsókn á bygginarháttum Íslendinga í byrjun 20. aldar. Bókin er 78 bls. að lengd og ritað árið 1900. Í formála segir hann Jakob: "Herra "Cand. polyt. ingeniör" Sigurður Pétursson hefur með bréfi d. 20. mars 1900, beðið sýslunefndir að semja yfirlit yfir byggingarástand; hverja nefnd í hverri sýslu. - Þessari málaleitan "ingeniörsins" hefur landshöfðinginn framfylgt með því athygli, að hann með bréfi til sýslumanns. d. 31. ágúst s.á., mælirsvo fyrir að hann sendi hverjum einum sýslunefndarmanni eitt eintak af nefndu bréfi verkfræðingsins, til þess að þeir "svari svo ítarlega og greinilega sem unnt er spurningunum" hverri í sínu lagi. - Bréf þetta segir:

1. Aðalfyrirkomulga húsbygginga í sýslunni til sjávar og sveita; hver byggingarefni séu brúkuð og hvernig þeim aðallega sé fyrirkomið - peningshús séu og talin hér með

2. Allar nýjar bygginga-tilraunir frá síðari árum; í hverju þær séu fólgnar og hvernig þær hafi reynst sömuleiðis nöfn manna og bæja, sem hér koma við mál.

3. Það af eldra fyrirkomulagi og byggingarefnum, sem sérstaklega hefur reynst notagott.

4. Það af öðrum jarðvegsefnum, sem menn þekkja til en ekki hafa verið notuð til bygginga.

5. Aldur og ending húsa á þessu svæði (húsa, bæja og fénaðarhúsa).

6. Raka í húsum, hvar, undir hverjum kringumstæðum hans verði minnst vart. Í hverju sambandi menn halda að hann standi við heilsufar manna og fénaðar.

7. Jarðveginn, hver jarðlög finnist, þegar grafið er í jörð (t.d. við brunngröft), þykkt laganna.

8. Eldiviður, hvað sé brukað til eldsneytis og að hverju leyti upphitun herbergja sé almenn.

9. Hver maður eðamenn það séu, sem almenningur í þessum sýslu snýr sér til viðvíkjandi húsabyggingum.

10. Almennar athugasemdir um ýmislegt, er menn af sjálfum sér geta séð að snertir húsabyggingar á þessu svæði.


Smellið á myndina til að skoða bókina
 
 
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing