Forsíða

Starfsemi

Auglýsing
Veggir kvenna
Þriðjudagur, 09. júní 2015 15:42

Veggir kvenna.

Kvenréttindafélag Íslands fer hringinn í kringum landið árið 2015 til að fagna því að 100 ár eru liðin frá því að konur fengu kosningarétt. Farandsýningin Veggir úr sögu kvenna sýnir svipmyndir úr 100 ára sögu kvennabaráttunnar. Sýningin samanstendur af 8 stórum veggspjöldum, myndskreyttum, með stuttum texta á ensku og íslensku.

Þessi sýning var sett upp í fyrsta skipti á samnorrænu jafnréttisráðstefnunni Nordisk Forum sem haldin var í Svíþjóð 12.–15. júní síðastliðinn og hlaut þar mikið lof gesta.

Sýningin er á jarðhæð Safnahússins og stendur til 28. júní. Enginn aðgangseyrir er að sýningunni. Safnahúsið er opið frá 10-18.

 
 
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing