Forsíða Héraðsskjalasafn Fjársjóðir úr fórum skjalasafnanna
Fjársjóðir úr fórum skjalasafnanna
Fimmtudagur, 07. nóvember 2013 08:28

"Fjársjóðir úr fórum skjalasafnanna"

GaldrakverNorræni skjaladagurinn verður haldinn hátíðlegur á öllum Norðurlöndum laugardaginn 9. nóvember nk. Í ár er þema dagsins "Fjársjóðir úr fórum skjalasafnanna". Markmiðið með deginum er að vekja athygli á hinu margþætta starfi opinberu skjalasafnanna og þeim merkilegu heimildum sem þau varðveita. Flest söfnin taka þátt í deginum með einum eða öðrum hætti og kynna sérstaklega þá fjársjóði sem þar má finna. Þá vilja skjalasöfnin hvetja félög og einstaklinga til þess að koma skjölum til varðveislu í skjalasöfnum þannig að þau verði aðgengileg þeim sem eftir leita.

Sameiginlegur vefur

Líkt og fyrri ár sameinast hin opinberu skjalasöfn landsins um sameiginlegan vef, www.skjaladagur.is, til kynningar á skjaladeginum og áhugaverðu efni tengdu þema hans. Þar er að finna margvíslegt efni við allra smekk og hæfi. Héraðsskjalasafn Þingeyinga er að þessu sinni með fjórar greinar á síðunni.

Á skjaladagsvefnum má einnig fræðast um skjaladaginn sjálfan og skjalasöfnin sem að honum standa. Þar er einnig dagskrá um atburði sem söfnin standa fyrir í tilefni dagsins. Á skjaladaginn, laugardaginn 9. nóvember nk., verður brugðið upp á vefnum laufléttri getraun úr efni vefsins og eru verðlaun í boði fyrir rétta úrlausn.

 
 
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
merki_125-125
Auglýsing