Forsíða MMÞ Ljósmyndasafn
Ljósmyndasafn Þingeyinga
Fimmtudagur, 03. maí 2012 09:41

Ljósmyndasafn Þingeyinga

Ljósmynd af Grenjaðarstað frá því um 1940Stofndagur Ljósmyndasafns Þingeyinga er 24. maí 1980 sem er opnunardagur Safnahússins á Húsavík. Markmið Ljósmyndasafnsins er að safna ljósmyndum og filmum úr héraðinu. Tekið er á móti myndum og filmum sem fólk kýs að færa safninu.  Fyrst og fremst skal myndefnið vera úr Þingeyjarsýslum en einnig er tekið á móti mydnum og filmum sem varða atvinnuhætti og annað sem kann að þykja athyglisvert. Ljósmyndasafnið er hluti af byggðasafni Þingeyinga og er staðsett á efstu hæð Safnahússins að Stóragarði 17 á Húsavík.


Samtals eru milli 100.000 - 110.000 ljósmyndir í safninu.  Þar af eru um 100.000 myndir í ljósmyndahlutanum og tæplega 10.000 myndir í mannamyndahluta safnsins.  Að auki eru fjölmargar myndir í vörslu safnsins sem enn á eftir að skrá í gagnagrunn.  

Á undanförnum árum hefur mikil vinna verið lögð í að skrá þær myndir sem hafa borist safninu í gagnagrunn. Margra ára grunnvinna er þó eftir en vinnu safn sem þetta lýkur raunar aldrei. Komandi kynslóðir kunna vonandi vel að meta þær dýrmætu myndir sem hér eru geymdar og nákvæmlega skráðar. Myndir af einstaklingum sem enginn kann deili á hafa fremur lítið gildi. Þess vegna tekur þessi skráning sinn tíma þegar leita þarf upplýsinga um viðkomandi, þ.e. fæðingar- og dánardægur, störf, heimili og maka.

 
 
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing