Skólahópar
Miðvikudagur, 21. apríl 2010 11:03

Fræðsla er einn af hornsteinum safnastarfs. Menningamiðstöð Þingeyinga hefur það að leiðaljósi að safnkosturinn sé gestum á öllum aldri til fróðleiks, skemmtunar og örvunnar. Það er vilji þeirra sem að safninu standa að Þingeyingar og þeir sem okkur sækja heim, líti á Menningarmiðstöðina sem uppsprettu þeikkingar. Í bæklingnum "Fræðsludagskrá 2011-2012" er farið yfir það fræðslusarf sem fer fram á vegum Menningarmiðstöðvarinnar.  

 

 

 

 

 

 

 

Safnaheimsóknir skóla.

Meninngarmiðstöð Þingeyinga leggur mikla áherslu á að þjóna þörfum allra skólastiga í héraði. Boðið er upp á skipulagðar skólaheimsóknir fyrir nemendur leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla.

Hverju aldursskeiði fylgja nýjar uppgötvanir, sjónarhorn og áhugasvið. það er því mikilvægt að nemendur fái tækifæri til að upplifa, þann menningararf sem er innan veggja Menningamiðstöðvarinnar, sem oftast á sinni skólagöngu. Fræðsludagskráin er búin til með hliðsjón af aðalnámskám og í tengslum við safnkost og sýningar Menningarmiðstöðvarinnar.


 

Leikskóli

- Safnahúsið á Húsavík, Grenjaðarstaður í Aðaldal, Byggðasafn N-Þingeyinga v/Kópasker.

"Fjarsjóðskistan okkar"

Dagskráin er fyrir 4-5 ára börn. Börnin fá tækifæri til að skoða grunnsýningar á hverjum stað, sérstök áhersla er lögð á upplifun gegnum leik og sögur. Æskilegt er að hópar séu ekki stærri en 10-15 börn.

 


Grunnskóli

 

1.bekkur

Grenjaðarstaður í Aðaldal

"Gamli bærinn minn"

Lífið í torfbænum

Skoða nánar

 4.bekkur Safnahúsið á Húsavík, ljósmyndasafn.

"Mynd segir meira en 1000 orð"

Fjölskyldulíf og einstaklingurinn fyrr og nú.

Skoða nánar

 4.bekkur

Grenjaðarstaður í Aðaldal.

"Með nesti og nýja skó"

Jafnaldrar fyrir 100 árum, leikir og störf.

4.bekkur

Byggðasafn N-Þingeyinga við Kópasker.

"Ull í fat, hönnun og hannyrðir"

Tóvinna, fatasaumur og hönnun.

8.bekkur

Safnahúsið á Húsavík, skjalasafn.

"Veturinn sem ég var að læra kverið"

Ferming og fermingarundirbúningur.

8.bekkur

Safnahúsið á Húsavík, sjóminjasafn.

"Til fiskiveiða fóru"

Atvinnumöguleikar og atvinnuþróun, lífið við sjóinn í brennidepli.  

8.bekkur

Grenjaðarstaður í Aðaldal.

"Náttúruleg íslensk hönnun"

Torfbær, byggingarefni og byggingaraðferðir.

Skoða nánar

 


Framhaldsskóli

 

Sag103 Safnahúsið á Húsavík.

"Fleira en augað sér"

Hlutverk safna og safnamanna, söfnun, varðveisla og miðlun. 

 

Sag203 Safnahúsið á Húsavík.

"Tímar tæknibreytinga, hugsjóna og hagsmuna"

Tækniþróun í útgerð og fiskvinnslu. Grasrótin í S-Þingeyjarsýslu, Kaupfélag Þingeyinga og upphaf samvinnuhreyfingarinnar.

 

 

 

 
 
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing