Forsíða District Archives Guests Aðgangur að skjölum
Aðgangur að skjölum
Thursday, 22 September 2011 13:01

Að jafnaði gildir sú regla að hverjum þeim, sem þess óskar, er heimill aðgangur að skjölum í vörslu safnsins.

Á þessu eru nokkrar undantekningar sem flestar lúta að almannahagsmunum og persónuvernd, svo sem skjölum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga. Skjöl sem innihalda upplýsingar um persónulega hagi einstaklinga, eru ekki opin öðrum en þeim sem málið varðar fyrr en að 80 árum liðnum frá myndun þeirra og í sumum tilfellum alls ekki opin.  Sjá nánar Upplýsingalög nr. 50/1996 og Lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga nr. 77/2000.

Mögulegt er að takmarka þurfi aðgang að skjölum vegna þess að þau séu í slæmu ástandi. Einnig er hugsanlegt að einkaaðilar setji takmarkanir um aðgang að skjölum.

 
 
Banner
Banner
Banner
Banner