Fimmtudagur, 31. mars 2022 21:58 |
Tímabundin lokun
Vegna skipulagsbreytinga á starfseminni í Safnahúsi, en ekki síður vegna undirbúnings fyrir fyrstu sýningaropnun ársins þann 9. apríl næstkomandi, verður lokað hjá okkur vikuna 1.-8. apríl.
Héraðsskjalasafnið verður þó opið miðvikudag til föstudags (6.-8. apríl) frá 10 til 16.
Sveitarfélagið Norðurþing tekur aftur við rekstri bókasafnanna frá og með föstudeginum 1. apríl og þökkum við gestum þess samfylgdina undanfarin ár. Bókasafnið á Húsavík verður þó áfram til húsa hjá okkur - á sínum stað á jarðhæðinni.
Við hlökkum til að taka á móti ykkur sem flestum um aðra helgi og munum nota tímann vel þangað til. Sjáumst!
|