Friday, 15 October 2021 08:05 |
Lesið í bolla
Sýning Áslaugar Önnu Jónsdóttur, ”Lesið í bolla” opnar laugardaginn 16. okt í litla salnum við bókasafnið í Safnahúsinu.

Myndaröðin sem hún sýnir hér í Safnahúsinu heitir ,,Lesið í bolla" og hefur verið í vinnslu frá árinu 2019. Hugmyndina fékk hún þegar hún sá áhugaverða mynd í kaffibollanum sínum. Fyrirboðar ýmiss konar svo sem draumar, sýnir og spádómar hafa verið hluti af íslenskri þjóðarsál í gegnum aldirnar og margvíslegir spádómar hafa birst í kaffibollum fólks.
|