Forsíða Héraðsskjalasafn Þingeyskir Vesturfarar á árunum 1860 til 1920
Þingeyskir Vesturfarar á árunum 1860 til 1920
Þriðjudagur, 19. júlí 2011 10:56

Þann 1.júní  færði Eysteinn Tryggvason Héraðsskjalasafninu höfðinglega gjöf. Eysteinn hefur síðustu ár unnið við að safna saman upplýsingum um þingeyinga sem fluttust til Vesturheims. Þessar upplýsingar hefur hann tekið saman í verkinu "Þingeyskir Vesturfarar á árunum 1860 til 1920".

 

 

 

Eysteinn Tryggvason fæddist á Litlulaugum í Reykjadal, S.Þingeyjarsýslu19. Júlí 1924. Hann er kvæntur Guðnýju Jónsdóttur frá Húsavík. Eysteinn starfaði sem veðurfræðingur og deildarstjóri jarðeðlisfræðideildar á Veðurstofu Íslands 1952-1962. Hann var kennari í jarðeðlisfræði við Tulsa Háskóla í Oklahoma, Bandaríkjunum 1962-1975. Kennari (Dósent) í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands 1975-1977. Sérfræðingur í eldfjallafræði við Norrænu eldfjallastöðina í reykjavík 1977-1994, vann þar að rannsóknum á hægfara hreyfingum á virkum eldfjöllum á Íslandi. Einnig hefur hann unnið sem ráðgjafi í eldfjallarannsóknum í Ítalíu, Portúgal, Colombíu og Costa Rica. 

 
 
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
merki_125-125
Auglýsing