Forsíða Safnahúsið Fastasýningar Mannlíf og náttúra
Mannlíf og náttúra
Þriðjudagur, 20. apríl 2010 15:31

Á aðalhæð Safnahússins á Húsavík er sýningin Mannlíf og Náttúra - 100 ár í Þingeyjarsýslum.  Í sýningunni er fléttað saman náttúrugripum og munum úr byggðasafni Þingeyinga svo úr verður einkar athyglisverð sýning þar sem gestir upplifa sterkt samspil manns og náttúru í Þingeyjarsýslum á tímabilinu 1850 til 1950. 

Mannlíf og Náttúra

Mannlífið er samofið náttúrunni.  Samband manns og náttúru er magslungið og spurning hver ræður ferðinni.  Náttúran er gjöful þegar sólin skín og nægur matur er á borðum en ógnvænleg þegar veður eru válynd og gæftir litlar eða þegar jörð skelfur, eldfjöll gjósa og ísbirnir ganga á land!

Á þeim tíma sem hér er fjallað um, 1850-1950, varð hvert býli lengstum að vera sjálfu sér nægt um flesta hluti.  Útsjónarsemin var einnig nauðsynleg í glímunni við misblíð náttúruöflin.

Mannlíf og Náttúra

Hér gefur að líta hundrað ára sögu fólks sem var í nánum tengslum við náttúruna.  Í samræmi við hugmyndir þess tíma er sýningunni skipt í steinaríki, jurtaríki og dýraríki. Náttúrugripum, manngerðum hlutum, aðstæðum og upplifunum er lýst með orðum heimamanna.

Sérstakt herbergi á sýningunni er ætlað börnum

 

 
 
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing