Forsíða Héraðsskjalasafn Jón Jakobsson - Í dag fyrir 105 árum
Jón Jakobsson - Í dag fyrir 105 árum
Þriðjudagur, 08. mars 2011 13:28

Jón Jakobsson í Árbæ á Tjörnesi er þekktur dagbókarritari. Hann var fæddur 18.maí 1875 á Ketilsstöðum á Tjörnesi. Faðir hans var Jakob Jónsson hreppstjóri á Fjöllum í Kelduhverfi. Móðir hans var Kristín Andrésdóttir.

 

"Jón var lagvirkur maður og velvirkur. Smiður var hann sjálflærður, en eigi að síður góður. Hann var nærfærinn við sjúkar skepnur, hjálpaði bæði kúm og ám, ef þeim gekk illa að bera, hafði tæki til að dæla doðaveikar kýr, bólusetti fé gegn bráðapest, sótthreinsaði, ef smitnæmir sjúkdómar gengu. Oft var hann fenginn til þess að vaka yfir sjúkum mönnum." (Auðlegð andans fjár við útskerið eftir Karl Kristjánsson, Árbók Þingeyinga 1971).

 

Jón Jakobsson hóf ritun dagbóka þann 26.október 1889 og hélt ritunninni áfram allt til 29.apríl 1915 er hann veiktist alvarlega. Flestar þessara dagbóka eru aðgengilegar á Héraðsskjalasafni Þingeyinga.

 

Á eftirfarandi mynd sést dagbókarfærsla Jakobs frá 8.mars 1906.

 

  

Jakob skrifar:

"8.Fmd. Suðvestan renningsstórhríð dimm. Hægði og byrti (heiddi mikið) kl. að ganga 10 fh. sló þó aldrei að fullu niður renningnum. Eftir h.d. gekk vindur til þverausturs, skall svo á dimmviðris snjóburðarstórhríð kl. að ganga 4 eh. Rífur þó til lofts af og til gegnum kófið. Frostlítið seinnihl. dagsins; en veðurofsi mikill. Birti heldur á vökunni. Sjórót hefir verið geysi mikið í dag. Í dag hirði ég skepnur mínar, gef fulla gjöf."

 
 
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
merki_125-125
Auglýsing