Forsíða
Fréttir
Fimmtudagur, 05. nóvember 2015 08:23

Fræðari með meiru

Menningarmiðstöð Þingeyinga auglýsir 60% starf við stofnunina. Meginviðfangsefni starfsmanns verða safnkennsla, viðburðastjórnun og markaðssetning.

Vinnutími er milli 12 og 16 virka daga. Þar fyrir utan eru fjórir tímar sem verða ákveðnir í samráði við starfsmann.

Ákjósanlegir hæfnisþættir:

Kennsluréttindi og/eða reynsla af kennslu

Reynsla af safnastarfi

Sagnfræði, þjóðfræði, safnafræði eða annað háskólanám sem nýtist í starfi

Góð þekking á tölvum og reynsla af notkun samfélagsmiðla

Góð íslensku- og enskukunnátta bæði í tali og ritun

Góð samskiptahæfni og jákvæðni

Viðkomandi verður að hafa áhuga á safnastarfi, vera ófeimin/n og hafa gaman af samskiptum.

Meginstarfstöð viðkomandi er í Safnahúsinu á Húsavík. Starfsmaður þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Umsóknarfrestur er til 18. Nóvember.

Laun greiðast eftir kjarasamningum samninganefndar sveitarfélaganna og Framsýnar.

Ferilskrá með kynningarbréfi þar sem gerð er góð grein fyrir hæfni viðkomandi sendist á Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. . Sif Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Menningarmiðstöðvarinnar svarar fyrirspurnum í sama netfangi eða í síma 464 1860.

 
Mánudagur, 26. október 2015 14:41

Ástin, drekinn og Auður djúpúðga

Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur flytur hádegisfyrirlestur í Safnahúsinu

fimmtudaginn 29. október 12:05-12:55.

 

Vilborg Davíðsdóttir

 

,,Þykjast menn varla dæmi til vita að einn kvenmaður hafi komist í brott úr þvílíkum ófriði með jafnmiklu fé og föruneyti." Þannig farast sögumanni Laxdælu orð um ferð Auðar djúpúðgu frá Skotlandi til Íslands í lok níundu aldar. Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur og þjóðfræðingur hefur sent frá sér tvær skáldsögur um ævi landnámskonunnar og vinnur nú að þeirri þriðju og síðustu þar sem hún spinnur þráðinn út frá þessum þekktu orðum, ásamt heimildum um atburði í Skotlandi á sögutímanum.

Vilborg segir gestum frá skrifum sínum um Auði í máli og myndum og einnig nýjustu bók sinni sem kom út í vor og ber titilinn Ástin, drekinn og dauðinn. Þar fjallar hún um vegferð sína og manns síns með sjúkdómnum sem þau vissu að myndi draga hann til dauða og deilir með lesendum því sem sorgin hefur kennt henni: mikilvægi þess að lifa til fulls, í núinu, í sátt og viðtekt og vanda sig við að elska, lifa og deyja.

 

Allir velkomnir enginn aðgangseyrir.

Ávextir og heitt á könnunni.

 
Mánudagur, 26. október 2015 12:44

Greiningarsýning á ljósmyndum.

Greiningarsýning á ljósmyndum úr safni Silla opnar föstudaginn 23. október kl. 13:00. Um 150 ljósmyndir eru á sýningunni og vantar okkur hjálp við að greina fólk, hús og viðburði á myndunum.

 

 

Sýningin er á efstu hæð Safnahússins og er opin alla virka daga frá 10:00 til 16:00.

Aðgangur er ókeypis.

 
Mánudagur, 26. október 2015 00:00

Safni 2015

35.árgangur af Safna er kominn út. Safni er fréttablað Menningarmiðstöðvar Þingeyinga þar sem hverju starfsári er gert skil í máli og myndum. Safni er ókeypis hefur komið óslitið út síðan 1981. Hægt er að skoða Safna með því að smella á forsíðumyndina hér fyrir neðan.

Forsíðan Baksíðan 
«FyrstaFyrri11121314151617181920NæstaSíðasta»

Síða 20 af 62
 
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing